Sýknuð af því að sparka í punginn á Prófastinum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 9. nóvember 2007 12:19 Kona var sýknuð af ákæru um líkamsárás í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún var sökuð um að hafa í júlí 2005 sparkað í klof manns á skemmtistaðnum Prófastinum í Vestmannaeyjum. Í ákæru segir að sparkið hafi verið svo fast að maðurinn sem fyrir því varð hafi misst andann, hnigið niður í gólfið og „pissað blóðlituðu þvagi," eftir atlöguna. Málsatvik voru með þeim hætti að maðurinn sem varð fyrir sparkinu hafði ætlað sér að stöðva ósætti á milli konunnar og unnustu sinnar inni á Prófastinum. Hin ákærða sagði rétt að maðurinn hafi ætlað sér að stöðva ósætti á milli sín og vinkonu sinnar sem er unnusta mannsins. Hann hafi því tekið hana hálstaki og ýtt henni upp að vegg. Við þessar aðfarir sagðist konan hafa fengið köfnunartilfinningu og að hún hafi „spriklað" með þeim afleiðingum að hún hefði óvart sparkað í klof árásarþola. Maðurinn hafi þá losað um takið og í kjölfarið var þeim hent út af staðnum. Maðurinn neitaði hins vegar staðfastlega að hafa tekið um kverkar konunnar. Hann sagðist hafa hitt hana síðar um helgina og krafist þess að hún bæði sig afsökunar. Hún neitaði því og í kjölfarið ákvað hann að kæra atvikið til lögreglu. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að pungspyrnan hafi verið framin af yfirlögðu ráði. „Að öllu framangreindu virtu telur dómurinn ósannað að fyrir ákærðu hafi vakað að sparka í klof kæranda, heldur hafi verið um að ræða ósjálfráð viðbrögð af hennar hálfu við hálstaki kæranda," segir í niðurstöðu dómsins. Þá átelur dómari að ákæra hafi ekki verið gefin út í málinu fyrr en rúmu ári eftir að rannsókn lögreglu lauk auk þess sem sá dráttur hafi ekki verið skýrður á viðhlítandi hátt. Maðurinn hafði krafist 350 þúsund króna í skaðabætur en dómari vísaði þeirri kröfu frá og auk þess sem ákærða er sýkn sakar. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Kona var sýknuð af ákæru um líkamsárás í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún var sökuð um að hafa í júlí 2005 sparkað í klof manns á skemmtistaðnum Prófastinum í Vestmannaeyjum. Í ákæru segir að sparkið hafi verið svo fast að maðurinn sem fyrir því varð hafi misst andann, hnigið niður í gólfið og „pissað blóðlituðu þvagi," eftir atlöguna. Málsatvik voru með þeim hætti að maðurinn sem varð fyrir sparkinu hafði ætlað sér að stöðva ósætti á milli konunnar og unnustu sinnar inni á Prófastinum. Hin ákærða sagði rétt að maðurinn hafi ætlað sér að stöðva ósætti á milli sín og vinkonu sinnar sem er unnusta mannsins. Hann hafi því tekið hana hálstaki og ýtt henni upp að vegg. Við þessar aðfarir sagðist konan hafa fengið köfnunartilfinningu og að hún hafi „spriklað" með þeim afleiðingum að hún hefði óvart sparkað í klof árásarþola. Maðurinn hafi þá losað um takið og í kjölfarið var þeim hent út af staðnum. Maðurinn neitaði hins vegar staðfastlega að hafa tekið um kverkar konunnar. Hann sagðist hafa hitt hana síðar um helgina og krafist þess að hún bæði sig afsökunar. Hún neitaði því og í kjölfarið ákvað hann að kæra atvikið til lögreglu. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að pungspyrnan hafi verið framin af yfirlögðu ráði. „Að öllu framangreindu virtu telur dómurinn ósannað að fyrir ákærðu hafi vakað að sparka í klof kæranda, heldur hafi verið um að ræða ósjálfráð viðbrögð af hennar hálfu við hálstaki kæranda," segir í niðurstöðu dómsins. Þá átelur dómari að ákæra hafi ekki verið gefin út í málinu fyrr en rúmu ári eftir að rannsókn lögreglu lauk auk þess sem sá dráttur hafi ekki verið skýrður á viðhlítandi hátt. Maðurinn hafði krafist 350 þúsund króna í skaðabætur en dómari vísaði þeirri kröfu frá og auk þess sem ákærða er sýkn sakar.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira