Fótbolti

Gömlu mennirnir úti í kuldanum hjá Donadoni

Del Piero og Inzaghi fá ekki sæti í landsliðinu
Del Piero og Inzaghi fá ekki sæti í landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

Roberto Donadoni landsliðsþjálfari Ítala valdi í dag hópinn sem mæta Skotum og Færeyingum í undankeppni EM í næstu viku. Gömlu kempurnar Alessandro Del Piero og Filippo Inzaghi hljóta ekki náð fyrir augum þjálfarans þrátt fyrir að spila ágætlega með liðum sínum Juventus og Milan.

Donadoni hefur þannig kallað á framherjann Raffaele Palladino frá Juventus í fyrsta skipti, en hann hefur reyndar verið að spila sem vængmaður hjá Tórínóliðinu.

Ítalir eru í þriðja sæti í B-riðli undankeppni EM, einu stigi á eftir Skotum og tveimur á eftir toppliði Frakka. Flestir búast við því að Donadoni verði látinn fjúka ef hann skilar heimsmeisturunum ekki á EM.

Framherjinn mistæki Alberto Gilardino hjá AC Milan er aftur kominn inn í hóp Donadoni eftir að hafa loksins fundið skotskóna hjá liðinu síðustu vikur og þá er framherjinn Vincenzo Iaquinta kominn aftur inn eftir meiðsli.

Fyrirliðinn Fabio Cannavaro kemur inn eftir leikbann og sömu sögu er að segja af Gianluca Zambrotta hjá Barcelona. Marco Materazzi getur ekki verið með að þessu sinni og hefur verið frá í tvo mánuði meiddur á læri.

Hópur Ítala:

Markverðir: Marco Amelia (Livorno), Gianluigi Buffon

(Juventus), Gianluca Curci (AS Roma)

Varnarmenn: Andrea Barzagli (Palermo), Daniele Bonera (AC

Milan), Fabio Cannavaro (Real Madrid), Giorgio Chiellini

(Juventus), Fabio Grosso (Lyon), Massimo Oddo (AC

Milan), Christian Panucci (Roma), Gianluca Zambrotta (Barcelona)

Miðjumenn: Massimo Ambrosini (AC Milan), Mauro Camoranesi

(Juventus), Daniele De Rossi (AS Roma), Gennaro Gattuso (AC

Milan), Simone Perrotta (AS Roma), Andrea Pirlo (AC Milan)

Framherjar: Antonio Di Natale (Udinese), Alberto Gilardino (AC

Milan), Vincenzo Iaquinta (Juventus), Cristiano Lucarelli

(Shakhtar Donetsk), Raffaele Palladino (Juventus), Fabio

Quagliarella (Udinese), Luca Toni (Bayern Munchen).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×