Innlent

Ógnaði vegfarendum með glerflösku

MYND/RE

Nokkur ólæti voru í miðbæ Keflavíkur í nótt og þurfti lögreglan í þríganga að hafa afskipti af fólki vegna slagsmála. Einn maður var handtekinn eftir að hafa ógnað vegfarendum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var maðurinn handtekinn eftir að hafa sveiflað glerflösku og ógnað vegfarendum. Hann fékk að sofa úr sér áfengisvímuna í fangaklefa.

Þá þurfti lögreglan þrisvar að hafa afskipti af fólki vegna slagsmála eða ölvunaróláta við skemmtistaði Reykjanesbæjar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×