Innlent

Iðrast barsmíðar á hesti

Í þættinum Kompás sem sýndur var nú í kvöld á Stöð 2 var sýnt átakanlegt myndband af manni sem lemur hest sinn ítrekað og sparkar undir kvið hans og lemur hann margoft í hausinn. Tímaritið Hestafréttir höfðu upp á manninum sem um ræðir. Hann heitir Hilmar Hróarsson og heldur hesta á Vatnsenda í Kópavogi.

Blaðamaður Hestafrétta hringdi í Hilmar og spurði hann út í þessar ófögru myndir og hvað honum hafi gengið til með þessu hátterni. „Ég á mér nú engar málsbætur í þessu máli. Það sem sést á þessu myndbandi er ekki fögur sjón og sé ég mikið eftir þessu. Hesturinn sem um ræðir er 12 vetra barnahestur á bænum og var ég að ná úr honum kergjunni," sagði Hilmar.

Í frétt Hestafrétta segist Hilmar ekki hafa verið drukkinn eins og haldið var í Kompási en það var það eina sem hann gat neitað fyrir. Hilmar segist halda sex til átta hrossum á Vatnsenda og sagði hann að þeir fengju ekki sömu meðferð og barnahesturinn á bænum.

Aðspurður um það hvort hann ætlaði ekki að gefa sig fram við yfirvöld vegna málsins sagði Hilmar, að hann biði bara eftir kvaðningu frá lögreglu eða héraðsdýralækni.

"Svona er þetta bara" sagði hann svo að lokum.

------------

Vefur Kompás




Fleiri fréttir

Sjá meira


×