Innlent

Stakk sjálfan sig í magann

MYND/DR

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í nótt til að leita að manni sem rauk út af heimili sínu í Kópavogi í kjölfar ósættis. Alls tóku fimmtán lögregluþjónar þátt í leitinni og nutu þeir aðstoðar sporhunds. Óttast var að maðurinn, sem er á fertugsaldri, myndi vinna sjálfum sér mein.

Það var um fjögurleytið í nótt að lögreglunni barst beiðni um að finna manninn en hann er veikur á geði og var auk þess í miklu andlegu ójafnvægi. Maðurinn var fótgangandi þegar hann hvarf og beindist leitin því strax að nærliggjandi hverfum.

Hann fannst loks um hálf sexleytið í morgun á heimili í Garðabæ og hafði hann þá stungið sjálfan sig í magann. Var hann fluttur beint á slysadeild en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×