Innlent

Algengt að um 200 starfsmenn leiti til heilsugæslu Kárahnjúka

Trúnaðarmaður verkalýðsfélaga á Kárahnjúkum segir ekki óalgengt að um tvö hundruð starfsmenn leiti til heilsugæslu í hverjum mánuði vegna allskyns kvilla. Hann segir fjölda þeirra sem veikjast ekki hafa aukist sérstaklega á milli mánuða.



Mikið hefur verið fjallað um veikindi starfsmanna í aðrennslisgöngum Kárahnjúka síðustu daga. 10 þeirra veiktust vegna mengunar þar af sjö alvarlega fyrir skömmu. Starfsmennirnir fengu alvarleg asma einkenni og ertingu í öndunarfærum. Flestir þeirra hafa nú náð sér eftir veikindin.

Vinnueftirlið lokaði hluta ganganna vegna heilsufarsvandamála sem upp komu í síðustu viku og var unnið að því að loftræsta göngin með öflugum lotblásurum. Vinna hefur nú verið hafin þar að nýju. Oddur Friðriksson trúnaðarmaður verkalýðsfélaga á Kárahnjúkum segir starfsmenn almennt hafa verið við góða heilsu fram að atvikinu um daginn. Hann segir að menn leiti til heilsugæslunnar vegna allskyns kvilla en segir fjölda þeirra ekki hafa aukist undanfarinn mánuð.

Paulo Simon kemur frá Portúgal og hefur unnið á Kárahnjúkum í þrjá mánuði. Hann segir aðstæður oft erfiðar í göngunum en menn harki af sér þrátt fyrir það. Jorge Oliviera kemur einnig frá Portúgal og hann kvartar ekki út af slæmum aðstæðum á svæðinu heldur veðrinu. Hann hefur unnið í göngunum í eitt ár og segist við hestaheilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×