Innlent

Risavaxinn verkefni blasa við í komandi kjarasamningum

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. MYND/GVA

Íslendingar hafa dregist aftur úr öðrum þjóðum í menntun og ríkisstjórninni hefur mistekist að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í ályktun þings Rafiðnaðarsambands Íslands sem haldið var um helgina. Risavaxin verkefni blasa við sambandinu í komandi kjarasamningum.

Stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd í ályktun þings Rafiðnaðarsambands Íslands sem haldið var um helgina. Þar eru stjórnvöld meðal annars sökuð um að hafa misst stjórn á efnahagsástandinu og velt ábyrgðinni yfir á Seðlabankann.Þá eru stjórnvöld sökuð um að hafa smeygt sér inn um bakdyr lífeyrissjóða með því að láta skerðingar- og frítekjumörk ekki fylgja launavísitölunni.

Þingið telur aukna skuldsetningu íslenskra heimila vera áhyggjuefni og að aldrei hafi það verið jafn erfitt fyrir ungt fólk að eignast eigið húsnæði.

Þingið segir helstu verkefni sambandsins á næstu misserum vera að stuðla að öflugu og virku velferðarkerfi. Góðri menntun fyrir alla, jöfnuði og traustum réttindum með "norræna módelið" að leiðarljósi.

Um 350 þingfulltrúar sátu þing Rafiðnaðarsambandsins.

Sjá nánar um þing rafiðnaðarsambandsins hér.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×