Fótbolti

Strachan spáir nýrri Evrópudeild

Elvar Geir Magnússon skrifar
Strachan spáir því að umhverfið í fótboltaheiminum muni gjörbreytast innan tíðar.
Strachan spáir því að umhverfið í fótboltaheiminum muni gjörbreytast innan tíðar.

Gordon Strachan, knattspyrnustjóri skoska liðsins Glasgow Rangers, reiknar með því að lið hans muni innan tíðar mæta sterkustu liðum Evrópu í sérstakri ofurdeild.

„Í framtíðinni tel ég að öll stærstu lið Evrópu muni verða í sérstakri Evrópudeild. Í þeirri deild verða 54 eða 60 lið. Umhverfið er allt að breytast. Viðskiptamenn eru að ná meiri völdum og þetta er þeirri vilji," sagði Strachan í viðtali við BBC. „FIFA getur ekki sagt nei þegar þar að kemur. Viðskiptamennirnir eru einfaldlega of valdamiklir."

Reglulega kemur upp í umræðuna að skosku stórliðin Celtic og Rangers ættu að vera tekin í ensku úrvalsdeildina. Þessi tvö lið hafa verið yfirburðarlið í skosku deildinni í langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×