Innlent

Nokkurt magn fíkniefna fannst á Siglufirði

Við fíkniefnaeftirlit á Siglufirði í nótt handtók lögreglan 3 menn vegna gruns um fíkniefnamisferli.

Húsleitir voru framkvæmdar í kjölfarið og fann lögregla nokkurt magn fíkniefna. Einnig var leitað í bifreið í eigu mannanna.

Við fíkniefnaeftirlitið notuðu lögreglumennirnir fíkniefnahund lögreglunnar á Akureyri. Mennirnir voru yfirheyrðir og sleppt að loknum yfirheyrslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×