Innlent

Óku ölvaðir á girðingu í nótt

Tveir menn voru í nótt handteknir grunaðir um ölvun við akstur eftir að bifreið sem þeir voru á hafnaði á girðingu við verslun Byko við Víkurbraut í Reykjanesbæ.

Mennirnir voru færðir í fangageymslu og verða teknir til yfirheyrslu þegar áfengisvíman verður runnin af þeim í dag.

Þá voru þrír menn kærðir í nótt fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri í miðbæ Reykjanesbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×