Innlent

Fundu 150 e-töflur í Reykjanesbæ

Lögreglan fann umtalsvert magn af e-töflum í gær.
Lögreglan fann umtalsvert magn af e-töflum í gær.

Hundrað og fimmtíu e-töflur og fimmtíu og fimm grömm af meintu amfetamíni fundust við húsleit í Reykjanesbæ í gærkvöld. Húsráðandi gekkst við að eiga efnið. Hann var handtekinn ásamt einum aðila, sem var gestkomandi á heimilinu. Þeir voru báðir látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Húsleitin var samstarfsverkefni fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×