Innlent

Þingflokksformaður Samfylkingar gagnrýnir skipun Þorsteins

Helga Arnardóttir skrifar

Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingar segir að Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, þurfi að rökstyðja betur skipun Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara. Í þessu máli þurfi sterkari rök, fari ráðherra gegn áliti matsnefndar.

Árni M. Mathiesen settur dómsmálaráðherra skipaði í fyrradag Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Fimm sóttu um embættið og fór ráðherra gegn áliti dómsnefndar og voru þrír taldir hæfari en Þorsteinn.

Skipunin hefur verið harðlega gagnrýnd úr röðum vinstri grænna sérstaklega í ljósi þess að Þorsteinn er fyrrverandi aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og sonur Davíðs Oddssonar fyrrverandi forsætisráðherra.

Nefndarmenn í matsnefndinni hafa einnig gagnrýnt ákvörðun ráðherra og segja hana fordæmalausa. Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingar segir að sterkari rök þurfi þegar ráðherra fari gegn áliti nefnda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×