Innlent

Tveir teknir dópaðir í Djúpinu

Tveir menn voru teknir í gærkvöld í Ísafjarðardjúpi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Á sömu klukkustundinni, eða á áttunda tímanum í gærkveldi, voru tveir af þeim ökumönnum sem lögreglan á Vestfjörðum stöðvaði við umferðareftirlit, gert að hætta akstri.

En þeir eru báðir grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið annars ökumannsins fundust tæplega 4 grömm af ætluðum kannabisefnum og áhald sem talið er hafa verið notað við reykingar slíkra efna.

Þessir tveir ökumenn voru stöðvaðir í Ísafjarðardjúpi. Þeir voru handteknir og yfirheyrðir, auk þess sem úr þeim voru tekin viðeigandi blóðsýni til frekari greiningar.

Þeim var sleppt eftir leit lögreglu í bifreiðunum og að loknum yfirheyrslum. Bifreiðarnar urðu þeir að skilja eftir, eins og áður sagði. Báðir þessir aðilar hafa áður komið við sögu vegna fíkniefnamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×