Enski boltinn

Blackburn kaupir ungan hollending

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Mark Hughes, framkvæmdastjóri Blackburn, fær liðstyrk frá Hollandi.
Mark Hughes, framkvæmdastjóri Blackburn, fær liðstyrk frá Hollandi. NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Blackburn Rovers hafa staðfest að félagið sé búið að landa hollenska framherjanum Maceo Rigters frá NAC Breda. Ekki kemur fram hvert kaupverðið er en það er talið vera undir einni milljón punda vegna klásúlu sem Rigters var með í samningi sínum við félagið.

Rigters skrifaði undir fjögurra ára samning við Blackburn í dag og er hann annar leikmaðurinn sem liðið fær til sín á síðastliðnum sólarhring, en liðið er nýbúið að klófesta færeyska markvörðinn Gunnar Nielsen.

Blackburn sló við Newcastle, Norwich og Celtic sem höfðu einnig áhuga á Rigters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×