DV braut alvarlega gegn siðareglum BÍ 8. nóvember 2007 15:13 Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri DV. MYND/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að því þeirri niðurstöðu að DV hafi brotið alvarlega gegn siðareglum félagsins í umfjöllun um karlmann í blaðinu fjóra daga í ágúst og september síðastliðnum. Fram kemur í úrskurðinum að í fyrstu greininni í DV hafi maðurinn verið sakaður um andlegt og líkamlegt ofbeldi í fyrirsögn og fjallað um deilur á milli hans og fyrrverandi eiginkonu í forræðismáli. Þá voru í greininni rifjaðar upp sex ára gamlar ásakanir á hendur kæranda, sem er forstöðumaður meðferðarheimilis fyrir ungt fólk á Laugalandi, en hann hefði verið hreinsaður af þeim. Þremur dögum síðar birti blaðið athugasemd frá forstjóra Barnaverndarstofu sem sagði fullyrðingar um ofbeldi mannins gagnvart eigin börnum, fyrrverandi eiginkonu og börnum á Laugalandi vitleysu. DV fjallaði svo aftur um málið tvisvar skömmu síðar og rifjaði þá upp sex ára gamlar sakargiftirnar. Taldi kærandi að blaðamaður hefði í umfjöllun sinni brotið gegn siðareglum BÍ með því að hafa sýnt tillitsleysi í umfjöllun um málefni fjölskyldu mannsins og með því að birt ítrekaðar ásakanir um harðræði sem hann hefði verið hreinsaður af. Siðanefnd BÍ komst að því að maðurinn þyrfti að sætta sig við opinbera umfjöllun um störf sín þótt gera yrði kröfu um sanngirni. Sérstöku máli gegndi hins vegar um persónuleg málefni mannsins, fyrrverandi eiginkonu hans og barna þeirra. Vægðarlaus umfjöllun um deilumál fjölskyldu hans ættu og persónulegan harmleik ætti ekkert erindi í fjölmiðla. „Í því efni breytir engu þótt frásögnin sé höfð eftir þriðja aðila. Umfjöllunin jafngildir nafnbirtingu bæði konunnar og barna þeirra og er til þess fallin að skaða saklaust fólk" segir í niðurstöðu siðanefndar. Þá segir siðanefndin að fullyrðingar um meinta líkamsárás mannsins gagnvart systur hans virðist tilhæfulausar og sama gildi um meintan fjárdrátt mannsins á skattfé. Segir siðanefndin að fyrsta frétt blaðsins af málinu hafi verið óvönduð og þar víða pottur brotinn. DV hafi dregið nokkuð í land með athugasemdum sem birtar eru í næstu umfjöllun en þær dugi hvergi nærri til þess að rétta hlut mannsins. „Það sem eftir stendur eru annars vegar einkamálefni kæranda og fjölskyldu hans sem borin eru á torg án þess að séð verði hvaða erindi þau eigi í fjölmiðla og hins vegar þungar ásakanir um líkamsárás og skattamál. Auðveldlega hefði mátt afla nákvæmari og réttari upplýsinga um þau mál," segir í úrskurði siðanefndar sem telur brot DV alvarlegt. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að því þeirri niðurstöðu að DV hafi brotið alvarlega gegn siðareglum félagsins í umfjöllun um karlmann í blaðinu fjóra daga í ágúst og september síðastliðnum. Fram kemur í úrskurðinum að í fyrstu greininni í DV hafi maðurinn verið sakaður um andlegt og líkamlegt ofbeldi í fyrirsögn og fjallað um deilur á milli hans og fyrrverandi eiginkonu í forræðismáli. Þá voru í greininni rifjaðar upp sex ára gamlar ásakanir á hendur kæranda, sem er forstöðumaður meðferðarheimilis fyrir ungt fólk á Laugalandi, en hann hefði verið hreinsaður af þeim. Þremur dögum síðar birti blaðið athugasemd frá forstjóra Barnaverndarstofu sem sagði fullyrðingar um ofbeldi mannins gagnvart eigin börnum, fyrrverandi eiginkonu og börnum á Laugalandi vitleysu. DV fjallaði svo aftur um málið tvisvar skömmu síðar og rifjaði þá upp sex ára gamlar sakargiftirnar. Taldi kærandi að blaðamaður hefði í umfjöllun sinni brotið gegn siðareglum BÍ með því að hafa sýnt tillitsleysi í umfjöllun um málefni fjölskyldu mannsins og með því að birt ítrekaðar ásakanir um harðræði sem hann hefði verið hreinsaður af. Siðanefnd BÍ komst að því að maðurinn þyrfti að sætta sig við opinbera umfjöllun um störf sín þótt gera yrði kröfu um sanngirni. Sérstöku máli gegndi hins vegar um persónuleg málefni mannsins, fyrrverandi eiginkonu hans og barna þeirra. Vægðarlaus umfjöllun um deilumál fjölskyldu hans ættu og persónulegan harmleik ætti ekkert erindi í fjölmiðla. „Í því efni breytir engu þótt frásögnin sé höfð eftir þriðja aðila. Umfjöllunin jafngildir nafnbirtingu bæði konunnar og barna þeirra og er til þess fallin að skaða saklaust fólk" segir í niðurstöðu siðanefndar. Þá segir siðanefndin að fullyrðingar um meinta líkamsárás mannsins gagnvart systur hans virðist tilhæfulausar og sama gildi um meintan fjárdrátt mannsins á skattfé. Segir siðanefndin að fyrsta frétt blaðsins af málinu hafi verið óvönduð og þar víða pottur brotinn. DV hafi dregið nokkuð í land með athugasemdum sem birtar eru í næstu umfjöllun en þær dugi hvergi nærri til þess að rétta hlut mannsins. „Það sem eftir stendur eru annars vegar einkamálefni kæranda og fjölskyldu hans sem borin eru á torg án þess að séð verði hvaða erindi þau eigi í fjölmiðla og hins vegar þungar ásakanir um líkamsárás og skattamál. Auðveldlega hefði mátt afla nákvæmari og réttari upplýsinga um þau mál," segir í úrskurði siðanefndar sem telur brot DV alvarlegt.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira