Fótbolti

Celtic skaut granna sína af toppnum

NordicPhotos/GettyImages
Glasgow Celtic skaut granna sína í Rangers af toppi skosku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið burstaði Inverness 5-0 í dag. Hollenski markahrókurinn Jan Vennegoor of Hesselink skoraði tvö marka Celtic, en á meðan tapaði Rangers 4-2 fyrir Hearts og um leið sínum fyrsta leik á tímabilinu. Celtic hefur 16 stig á toppnum en Rangers stigi minna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×