Fyrsta sólóplatan í átta ár 25. janúar 2007 05:15 Páll Óskar Hjálmtýsson er með tvær plötur í bígerð. Önnur verður fyrsta sólóplata hans í átta ár. „Hún kemur vonandi í sumar, en kannski í haust. Ég ætla að klára X-factor í friði og sé bara til," sagði hann. Plötuna segir Páll Óskar stefna í að verða útúrgeggjaða teknóplötu. „Það var nú ekki ætlunin, en lögin eru að fara í þá áttina. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra þetta, það sem komið er hljómar mjög vel í mínum eyrum," sagði hann. Páll Óskar og Monika Abendroth undirbúa einnig frekari útgáfu, en samstarf þeirra hingað til hefur reynst afar farsælt. „Við erum að safna lögum. En ég ætla að koma þessari dansplötu frá mér sem fyrst," sagði Páll Óskar. Þó að X-factor eigi hug hans mestallan getur ekkert hamlað því að Páll Óskar komist í Eurovision-gírinn. „Það gerist nú bara sjálfkrafa," sagði hann kátur. „Ég er einmitt búinn að taka að mér að vera með eftirpartí á Nasa eftir íslensku keppnina 17. febrúar," sagði Páll Óskar, sem ætlar þó jafnframt að halda hið árlega Eurovisionpartí sitt. „Við erum búin að fá hinn rúmenska Mihai, sem söng Tornero, til landsins. Hann mun troða upp í úrslitakeppninni á RÚV og svo hleypur hann bara beint yfir á Nasa í partíið mitt," sagði Páll Óskar, sem sér sjálfur um skífuþeytingar og treður upp. „Þetta verður alveg geggjað," sagði hann kampakátur. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson er með tvær plötur í bígerð. Önnur verður fyrsta sólóplata hans í átta ár. „Hún kemur vonandi í sumar, en kannski í haust. Ég ætla að klára X-factor í friði og sé bara til," sagði hann. Plötuna segir Páll Óskar stefna í að verða útúrgeggjaða teknóplötu. „Það var nú ekki ætlunin, en lögin eru að fara í þá áttina. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra þetta, það sem komið er hljómar mjög vel í mínum eyrum," sagði hann. Páll Óskar og Monika Abendroth undirbúa einnig frekari útgáfu, en samstarf þeirra hingað til hefur reynst afar farsælt. „Við erum að safna lögum. En ég ætla að koma þessari dansplötu frá mér sem fyrst," sagði Páll Óskar. Þó að X-factor eigi hug hans mestallan getur ekkert hamlað því að Páll Óskar komist í Eurovision-gírinn. „Það gerist nú bara sjálfkrafa," sagði hann kátur. „Ég er einmitt búinn að taka að mér að vera með eftirpartí á Nasa eftir íslensku keppnina 17. febrúar," sagði Páll Óskar, sem ætlar þó jafnframt að halda hið árlega Eurovisionpartí sitt. „Við erum búin að fá hinn rúmenska Mihai, sem söng Tornero, til landsins. Hann mun troða upp í úrslitakeppninni á RÚV og svo hleypur hann bara beint yfir á Nasa í partíið mitt," sagði Páll Óskar, sem sér sjálfur um skífuþeytingar og treður upp. „Þetta verður alveg geggjað," sagði hann kampakátur.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira