Söngurinn sameinar menn 24. febrúar 2007 07:30 Félagar í Karlakórnum Þresti bjóða til afmælisveislu í Hafnarfirði í dag í tilefni 95 ára afmælis kórsins. Félagsskapur söngmanna sem kenna sig við fuglinn tónelska var stofnaður af Friðriki Bjarnasyni tónskáldi árið 1912. Geir A. Guðsteinsson, kórfélagi og sérlegur kynningafulltrúi hópsins, útskýrir að kórinn hafi starfað sleitulaust síðan, auðvitað með mismiklum þunga en ávallt hafi Þrestir staðið fyrir tónleikahaldi. „Menn ganga til liðs við karlakóra fyrst og fremst vegna þess að þeim finnst gaman að syngja en það er ekki síður félagsskapurinn sem skiptir máli því í kórastarfi eignast maður góðan hóp af vinum," segir Geir og bætir við að sumir félaganna taki að sér að syngja við athafnir og afmæli auk þess að skemmta sér saman. Rúmlega fimmtíu félagar eru í kórnum nú og hafa margir félaganna starfað innan vébanda hans um árabil. „Þetta er kokkteill," segir Geir sposkur og útskýrir að innan hópsins séu bæði yngri söngmenn og „gamlir jaxlar". „Ég held að sá elsti hafi byrjað 17 ára gamall en hann er nú að verða sextugur. Faðir hans starfaði annan eins tíma með kórnum svo það liggur við að sá félagi hafi tengst starfsemi kórsins frá upphafi." Það er einnig til marks um kraftinn og fjörið í kórnum að fyrrgreindur félagi hefur ekki tekið sér frí frá kórastarfinu allan þennan tíma. Kórinn hefur staðið af sér sveiflur og breytingar í tónlist allt frá gömlu ættjarðarlögunum í gegnum revíutímann, stórhljómsveitartímann, rokkið, bítlana, diskóið og fönkið. Geir áréttar þó að kórinn hafi aldrei staðið í vegi fyrir þeim sveiflum heldur aðlagast þeim eftir megni og tekið þær í sína þjónustu. Þrestirnir eru fyrir löngu orðnir hluti af menningarlífinu í Hafnarfirði og hafa gert ófá strandhögg víðar um land og á erlendri grund. Fyrsta hljómplata kórsins kom út árið 1975 og nú er von á nýjum diski, Þrestir 95, þar sem kórinn flytur ljúfar dægurlagaperlur. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez, en píanóleikari Jónas Þórir. Afmælinu verður fagnað í Hásölum, félagsheimili Hafnarfjarðarkirkju, í dag kl. 17 en þangað eru allir velkomnir og ókeypis aðgangur. „Þetta verða fremur óhefðbundnir tónleikar," útskýrir Geir en kórinn mun að sönnu taka lagið og bjóða gömlum félögum og öðrum söngglöðum gestum að syngja með. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Félagar í Karlakórnum Þresti bjóða til afmælisveislu í Hafnarfirði í dag í tilefni 95 ára afmælis kórsins. Félagsskapur söngmanna sem kenna sig við fuglinn tónelska var stofnaður af Friðriki Bjarnasyni tónskáldi árið 1912. Geir A. Guðsteinsson, kórfélagi og sérlegur kynningafulltrúi hópsins, útskýrir að kórinn hafi starfað sleitulaust síðan, auðvitað með mismiklum þunga en ávallt hafi Þrestir staðið fyrir tónleikahaldi. „Menn ganga til liðs við karlakóra fyrst og fremst vegna þess að þeim finnst gaman að syngja en það er ekki síður félagsskapurinn sem skiptir máli því í kórastarfi eignast maður góðan hóp af vinum," segir Geir og bætir við að sumir félaganna taki að sér að syngja við athafnir og afmæli auk þess að skemmta sér saman. Rúmlega fimmtíu félagar eru í kórnum nú og hafa margir félaganna starfað innan vébanda hans um árabil. „Þetta er kokkteill," segir Geir sposkur og útskýrir að innan hópsins séu bæði yngri söngmenn og „gamlir jaxlar". „Ég held að sá elsti hafi byrjað 17 ára gamall en hann er nú að verða sextugur. Faðir hans starfaði annan eins tíma með kórnum svo það liggur við að sá félagi hafi tengst starfsemi kórsins frá upphafi." Það er einnig til marks um kraftinn og fjörið í kórnum að fyrrgreindur félagi hefur ekki tekið sér frí frá kórastarfinu allan þennan tíma. Kórinn hefur staðið af sér sveiflur og breytingar í tónlist allt frá gömlu ættjarðarlögunum í gegnum revíutímann, stórhljómsveitartímann, rokkið, bítlana, diskóið og fönkið. Geir áréttar þó að kórinn hafi aldrei staðið í vegi fyrir þeim sveiflum heldur aðlagast þeim eftir megni og tekið þær í sína þjónustu. Þrestirnir eru fyrir löngu orðnir hluti af menningarlífinu í Hafnarfirði og hafa gert ófá strandhögg víðar um land og á erlendri grund. Fyrsta hljómplata kórsins kom út árið 1975 og nú er von á nýjum diski, Þrestir 95, þar sem kórinn flytur ljúfar dægurlagaperlur. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez, en píanóleikari Jónas Þórir. Afmælinu verður fagnað í Hásölum, félagsheimili Hafnarfjarðarkirkju, í dag kl. 17 en þangað eru allir velkomnir og ókeypis aðgangur. „Þetta verða fremur óhefðbundnir tónleikar," útskýrir Geir en kórinn mun að sönnu taka lagið og bjóða gömlum félögum og öðrum söngglöðum gestum að syngja með.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira