Innlent

Vildu ólmir halda áfram för eftir veltur

MYND/Anton

Bifreið valt á Reykjanesbraut til móts við Ásvelli um hálfellefuleytið í gærkvöld.

Eftir því sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir missti ökumaður stjórn á bílnum í hálku og hafnaði hann á vegriði og fór svo út af veginum og nokkrar veltur.

Ökumaður og farþegi í bílnum meiddust lítið og vildu ólmir halda áfram för sinni að sögn lögreglu sem skutlaði þeim á áfangastað. Bíllinn skemmdist mikið í óhappinu. Alls urðu sex umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan þrjú í gær til morguns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×