Innlent

Gistiskýlið fullt í nótt - manni vísað frá

Fullt var í Gistiskýlinu í Þingholtsstræti í nótt og þurfti að vísa einum frá vegna plássleysis. Sextán geta verið þar í gistingu og er opið í skýlinu allan sólarhringinn yfir jólin.

Flestir gestanna þar borðuðu hjá Hjálpræðishernum í gærkvöldi þar sem búist var við því að á annað hundrað manns yrðu í mat. Í Konukoti gistu fimm konur í nótt en þar geta átta gist. Þangað kom kokkur í gærkvöldi og eldaði fyrir konurnar, sem áttu að sögn starfsmanns þar ljúft og yndislegt kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×