Innlent

Ferðin gengur vel hjá hjólreiðamönnum slökkviliðsins

Ferðin gengur vel hjá hjólreiðamönnum Slökkviliðsins.
Ferðin gengur vel hjá hjólreiðamönnum Slökkviliðsins. Mynd tekin af babu.is
Slökkviliðsmennirnir sem hjóla til styrktar sjúkra- og líknarsjóði sínum eru nú staddir norðan við Dyngjujökul og gengur ferðin vel að þeirra sögn.

Þeir eru komnir örlítið fram úr áætlun, en ætlunin var að hjóla frá Herðubreiðarlindum í Dreka í Öskju í dag. Þegar komið var í Dreka um klukkan þrjú í dag og borða kjötsúpu, ákváðu hjólagarparnir að halda áfram og vinna sér í haginn fyrir framhaldið.

 

Veður hefur verið gott í dag, næstum heiðskýrt og 12 stiga hiti og örlítil gola í bakið, nóg til að koma í veg fyrir að menn svitni um of.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×