Innlent

Aðrar verslunarkeðjur hækka einnig verð á mat- og drykkjarvörum

Verslanir hækka matarverð þrátt fyrir lækkun virðisaukaskatts.
Verslanir hækka matarverð þrátt fyrir lækkun virðisaukaskatts. MYND/HA

Verð á matar- og drykkjarvörum hefur hækkaði í fimm verslunarkeðjum frá því lækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum tóku gildi í byrjun marsmánaðar. Þetta kemur fram í niðurstöðu verðkönnunar verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Mest hækkaði verð í verslunum Hagkaupa á tímabilinu eða um 0,8 prósent. Alþýðusambandið segir niðurstöðuna valda vonbrigðum.

Könnun Alþýðusambandsins var gerð á tímabilinu mars til maí á þessu ári en í henni voru mældar verðbreytingar í verslunum Hagkaupa, Nóatúns, 10-11, 11-11 og Kjarvali.

Mest hækkaði verð í verslunum Hagkaupa eða um 0,8%. Í 10-11 hækkaði verð um 0,5 prósent, í 11-11 og Kjarval um 0,2 prósent en minnst í Nóatúni þar sem verð hækkaði um 0,1 prósent á tímabilinu.

Verðbreytingar eftir einstökum vöruflokkum voru breytilegar milli verslana. Mest mældist hækkun á grænmeti og kartöflum hjá Kjarval um tæp 11 prósent.

Frá áramótum hefur verð í verslunarkeðjunum fimm lækkað að meðaltali um 1,6 til 6,4 prósent. Mest í verslun 11-11 um 6,4 prósent en minnst í verslun 10-11 um 1,6 prósent.

Fram kemur í niðurstöðu könnunarinnar að samkvæmt Hagstofunni átti lækkun á virðisaukaskatti að lækka verð á matar- og drykkjarvörum um 7,4 prósent. Þá átti lækkun vörugjald að skila 1,3 prósent lækkun til viðbótar. Því valdi þessi niðurstaða vonbrigðum og sé með öllu óásættanleg fyrir neytendur.

Fyrr í dag kynnti Alþýðusambandið könnun yfir verðlagsbreytingar hjá lágvörukeðjum fyrir sama tímabil. Þar höfðu allar verslanir hækkað verð nema Nettó þar sem verð lækkaði um 0,2 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×