Innlent

Meðvitundarlaus eftir aftanákeyrslu

Farþegi í bifreið var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild eftir aftanákeyrslu á Strandvegi í Grafarvogi rétt fyrir klukkan fimm í dag. Að auki voru þrjú börn flutt á slysadeildina til eftirlits.

Í árekstrinum rákust saman BMW bifreið og Audi jeppi.  Mikið tjón varð á bifreiðunum, samkvæmt upplýsingum lögreglu.

 

Þeir vegfarendur sem kunna að hafa verið vitni að árekstrinum eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×