Innlent

Opið skólp rennur úr húsi við hlið matvinnslu í Kópavogi

Jón Örn Guðbjartsson skrifar

Opið skólp hefur runnið frá íbúðarhúsi í Kópavogi á þriðju viku niður í húsgrunn við hlið á einni stærstu matvinnslu bæjarins. Íbúi hússins segist orðlaus yfir þessu en veit ekki hver ber ábyrgðina.

 

Framkvæmdir standa nú yfir við Vesturvör í Kópavogi en ofan við grunninn standa tvö íbúðarhús og hanga skólplagnir frá þeim báðum í lausu lofti. Önnur lögnin er í sundur og rennur skólpið óvarið niður í jarðveginn.

 

Þorbjörn Tómasson, íbúi í húsinu þar sem lögnin er í sundur, segist hafa kvartað við heilbrigðisyfirvöld en án viðbragða af þeirra hálfu. Þegar Stöð 2 hafði samband við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis í dag var vísað á starfsmenn Kópavogsbæjar.

 

 

Sviðsstjóri í Kópavogsbæ, sem hefur yfir byggingaframkvæmdum að segja í bænum, sagði Stöð 2 í dag að skólplagnirnar í þessu tilviki væru á ábyrgð verktaka í nýbyggingunni.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×