Innlent

6,5 milljarðar í vegamál til að sporna við skerðingu á aflamarki

Jón Örn Guðbjartsson skrifar

Alls á að setja sex komma fimm milljarða króna í vegaframkvæmdir umfram það sem þegar hefur verið ráðstafað í þennan málaflokk. Þetta er fyrsti áfanginn í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna skerðingar á aflamarki á næsta fiskveiðiári.

Kristján Möller, samgönguráðherra, sagði í dag að flýtiframkvæmdir myndu hefjast þegar á næsta ári en það væri trú ríkisstjórnarinnar að framkvæmdirnar leiði til langtímavaxtar og velmegunar. Kristján sagði að með þessum aðgerðum væri ekki verið að skera niður og aðrar framkvæmdir yrðu á áætlun, meðal annars Sundabraut.

Kristján kallaði þetta mótvægisaðgerðir sem koma í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skerðingu á aflamarki á næsta fiskveiðiári.

Flýta á vegaframkvæmdum á ellefu stöðum á landinu. Framkvæmdirnar, sem flestar eru þegar í samgönguáætlun, verða víða um land.

Ein stærsta framkvæmdin er Suðurstrandarvegur en til hans á að veita nálega einum og hálfum milljarði króna. Vegurinn tengir saman sjávarplássin Grindavík og Þorlákshöfn.

Áformað er að ljúka framkvæmdum við Fróðárheiði en þar er tveimur köflum enn ólokið.

Á Vestfjörðum verður m.a. flýtt borun ganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar auk framkvæmda í Þorskafirði.

Á norð-austurlandi verður flýtt vegtengingu Raufarhafnar og Þórshafnar við hina nýju Hófskarðaleið.

Þá er vinnu við Norðfjarðargöng flýtt en veita á alls tveimur komma þremur milljörðum til ganganna árin 2009 og 2010. Stefnt er að því að göngin verði tilbúin 2012, sama ár og ljúka á vinnu við göng undir Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum.

Mikilvægar vegabætur eru jafnframt fyrirhugaðar við Axarveg, sem valda mun verulegri styttingu á Hringvegi og tengja Djúpavog betur við vaxandi atvinnusvæði á Héraði.

Á Vestfjörðum verður m.a. flýtt borun ganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar auk framkvæmda í Þorskafirði.

Á Vestfjörðum verður m.a. flýtt borun ganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar auk framkvæmda í Þorskafirði.

Á norð-austurlandi verður flýtt vegtengingu Raufarhafnar og Þórshafnar við hina nýju Hófskarðaleið.

Þá er vinnu við Norðfjarðargöng flýtt en veita á alls tveimur komma þremur milljörðum til ganganna árin 2009 og 2010. Stefnt er að því að göngin verði tilbúin 2012, sama ár og ljúka á vinnu við göng undir Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum.

Mikilvægar vegabætur eru jafnframt fyrirhugaðar við Axarveg, sem valda mun verulegri styttingu á Hringvegi og tengja Djúpavog betur við vaxandi atvinnusvæði á Héraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×