Lífið

Britney samþykkir skilnað við Kevin

Britney Spears og Kevin Federline skildu í fyrra eftir tveggja ára hjónaband.
Britney Spears og Kevin Federline skildu í fyrra eftir tveggja ára hjónaband.

Poppprinsessan fyrrverandi, Britney Spears, hefur gengið formlega frá skilnaðinum við eiginmann sinn Kevin Federline. Britney, sem er nýkomin úr meðferð, sótti um skilnaðinn í nóvember í fyrra eftir tveggja ára hjónaband. Hún á tvö börn með Federline.

Skilnaðurinn er þó ekki fullfrágenginn því dómari á enn eftir að staðfesta hann.

Orðrómur hefur verið uppi um að Federline fái í sinn hlut um 70 milljónir króna við skilnaðinn, auk þess sem þau munu fara sameiginlega með forræði yfir sonum þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.