Innlent

Almannavarnarnefndir sameinaðar

Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. MYND/365

Almannavarnarnefndir Rangárvallasýslur og Vestur-Skaftafellssýslu hafa verið sameinaðar í eina nefnd. Sameiningin er liður í endurskoðun á viðbragðsáætlunum á svæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er nú verið að vinna að fjölmörgum verkefnum í almannavörnum í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Meðal annars er verið að ljúka við viðbragðsáætlun vegna Kötlu vestan megin við Mýrdalsjökul og þá er einnig endurskoðun hafin á áætluninni austan megin.

Ennfremur eru viðbragðs-, rýmingar- og boðunaráætlanir vegna eldgoss í Eyjafjallajökli langt komnar.

Stefnt er að því að þessari vinnu ljúki á þessu ári en boðunaræfing almannavarna er fyrirhuguð á næstunni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×