Enski boltinn

BBC búið að grafa frétt sína um Mourinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Fyrr í dag birti fréttastofa BBC frétt um Jose Mourinho sem var ein aðalfrétt dagsins á íþróttavef fréttastofunnar. Nú er búið að grafa fréttina í annarri frétt.

The Sun birtir í dag viðtal við Jose Mourinho þar sem hann segist vera tilbúinn til viðræðna við enska knattspyrnusambandið um stöðu landsliðsþjálfara.

BBC birti svo frétt þar sem haft er eftir ónefndum heimildamanni í Portúgal að Mourinho hafi aldrei tjáð sig opinberlega um málefni enska landsliðsins.

Slóðin inn á þá frétt er enn til en nú er búið að breyta fyrirsögn fréttarinar, mynd og stærsta hluta innihaldsins.

Nú fjallar hún um Guus Hiddink og möguleikana á því að hann taki við starfi landsliðsþjálfara Englands.

Fyrirsögnin á fréttinni fyrr í dag var:

„Mourinho camp cool England talk"

En er nú eftirfarandi:

„Hiddink cool on England prospects"

Fréttin er nú að mestu leyti byggð upp á viðtali við Cees van Nieuwenhuizen, umboðsmann Hiddink. Sagt er frá Mourinho og heimildamanni BBC í Portúgal í síðustu fjórum setningum fréttinnar.


Tengdar fréttir

Voru ummæli Mourinho í The Sun uppspuni?

Fréttastofa BBC greinir frá því í dag að samkvæmt sínum heimildum hafi Jose Mourinho ekkert tjáð sig um stöðu þjálfara enska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×