Enski boltinn

Mourinho líklegastur hjá veðmöngurum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho er gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnum Chelsea og þótt víðar væri leitað.
Jose Mourinho er gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnum Chelsea og þótt víðar væri leitað. Nordic Photos / Getty Images

Veðmangarar í Englandi telja nú líklegast að Jose Mourinho verði næsti þjálfari enska landsliðsins.

Áður var Fabio Capello talinn líklegasti kandídatinn en eftir grein sem birtist í The Sun í morgun hefur það nú breyst.

Þar sagði Mourinho að hann væri tilbúinn til viðræðna við enska knattspyrnusambandið. BBC birti svo í dag frétt þar sem það hefur eftir sínum heimildarmönnum að Mourinho hafi aldrei tjáð sig opinberlega um starfið.

Hjá William Hill fær Mourinho líkurnar 11/10 sem þýðir að tíu punda veðmál skilar einu pundi í hagnað.

Capello er með líkurnar 3/1, Harry Redknapp stjóri Portsmouth 5/1 og Martin O'Neill stjóri Aston Villa með 7/1.

Listinn í heild sinni:

11/10 Jose Mourinho

3/1 Fabio Capello

5/1 Harry Redknapp

7/1 Martin O'Neill

8/1 Jürgen Klinsmann

10/1 Louis Van Gaal

12/1 Alan Shearer

16/1 Rafa Benitez

16/1 Luiz Filipe Scolari

20/1 Stuart Pearce

20/1 Steve Coppell

25/1 Marcelo Lippi

25/1 Guus Hiddink

40/1 Glenn Hoddle

40/1 Alan Curbishley

50/1 Mark Hughes

66/1 Sven-Göran Eriksson

66/1 Steve Bruce

66/1 Arsene Wenger




Fleiri fréttir

Sjá meira


×