Enski boltinn

Abramovich var afbrýðisamur

Neil Warnock hefur sínar kenningar um brottför Mourinho
Neil Warnock hefur sínar kenningar um brottför Mourinho NordicPhotos/GettyImages

Neil Warnock, fyrrum stjóri Sheffield United, segist gruna að afbrýðisemi eiganda Chelsea hafi verið helsta ástæðan fyrir því að uppúr sauð milli hans og Jose Mourinho.

Warnock er mikill aðdáandi Jose Mourinho. "Ég er mjög vonsvikinn að sjá að Jose sé farinn því hann hefur gert deildinni gott síðan hann kom. Það er ekki nógu mikið af mönnum eins og honum í knattspyrnunni.

Sumir halda kannski að Mourinho hafi litið svo stórt á sig að honum hafi fundist hann stærri en félagið. Ég held að það sé ekki rétt - ég held ða kannski hafi það verið Roman Abramovich sem gerði mistökin.

Chelsea var í tómu tjóni þegar Abramovich tók við en hann fékk Mourinho til liðs við sig til að rétta skútuna við. Mourinho kom liðinu svo rakleitt á toppinn og ég er ekki frá því að eigandinn og stjórnarmennirnir hafi verið afbrýðisamir þegar þeir sáu Mourinho eignaðan allan heiðurinn af því að koma liðinu í fremstu röð," sagði Warnock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×