Lífið

Jessica enn í sárum

Jessica og Nick voru vinsælt par. Meðal annars voru gerðir raunveruleikaþættir um líf þeirra eftir að þau giftu sig.
Jessica og Nick voru vinsælt par. Meðal annars voru gerðir raunveruleikaþættir um líf þeirra eftir að þau giftu sig.
Jessica Simpson segist enn þjást eftir skilnaðinn við Nick Lachey. „Það koma enn stundir þegar ég þjáist svo mikið að ég get varla andað,“ segir Jessica. „Ég elska Nick af öllu hjarta og hann er enn góður vinur. Hann er hluti af mér enda ólumst við upp saman. Ég varð ástfangin af honum þegar ég var 19 ára. Það er ungt,“ segir hún enn fremur. Jessica er 26 ára og hafði verið gift Lachey í þrjú ár þegar þau skildu í júní í fyrra.

Jessica heldur því enn fremur fram að hún hafi áhyggjur af því að hún muni aldrei geta verið með öðrum karlmanni, hún sé svo fræg að karlmenn hræðist hana. Það breytir því þó ekki að Jessica hefur nýverið verið orðuð við Adam Levine, söngvara Maroon 5, og leikarann Zach Braff úr sjónvarpsþáttunum Nýgræðingum, Scrubs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.