Innlent

Gefa gjafabréf fyrir flugeldagleraugum

Flugeldagleraugum verður dreift ókeypis.
Flugeldagleraugum verður dreift ókeypis.

Blindrafélagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg senda öllum 10 til 15 ára börnum gjafabréf fyrir flugeldagleraugum. Segja félögin vonast til að gleraugun verði til þess að ekkert barn slasist á augum um áramótin.

Blindrafélagið og Landsbjörg segja slys vegna flugelda of algeng. Algengast sé að einstaklingar slasist á höndum, andliti og augum og megi rekja flest þessara slysa til þess að hvorki sé farið eftir grundvallarreglum um notkun flugelda né leiðbeiningum sem séu á vörunum. Flugeldagleraugu geti komið í veg fyrir að viðkomandi skaðist á auga og ættu allir að nota þau sama hvort viðkomandi sé að skjóta upp eða eingöngu að horfa á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×