Innlent

Jólabrenna grindvískra ungmenna að engu

Lítið varð úr jólabrennu í gær sem ungmenni í Grindavík hafa haft til siðs að kveikja síðustu ár. Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út í gær eftir að kveikt hafði verið á bálkesti í bænum en slökkt hafði verið í honum þegar lögreglan kom á staðinn. Oft hefur komið til ryskinga milli lögreglu og ungmennana þegar brennurnar hafa verið haldnar í óþökk yfirvalda.

Lögreglan á Suðurnesjum var með aukinn viðbúnað í Grindavík í gærkvöldi. Aukavakt var meðal annars kölluð til. Eitt árið voru kveiktir eldar bæði í Sólarvéi inni í bænum og síðan var eldur borinn að áramótabrennu Grindavíkur. Þá voru slökkviliðsmenn hindraðir við slökkvistörf.

Í fyrra var kveikt í vörubrettum í Sólarvéi. Lögregla leyfði þeim eldi að brenna og engin önnur teljandi vandræði urðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×