Innlent

Náðist á hlaupum en neitar að segja til félaganna

Brotist var inn í Snælandsskóla í Kópavogi um sexleytið í morgun. Þegar lögregla og öryggisverðir komu á staðinn, eftir að viðvörunarkerfi fór í gang, stóð hún þrjá pilta að því að vera að bera út úr skólanum tölvur og myndvarpa.

Piltarnir tóku á rás en einn þeirra náðist á hlaupum. Hann er í haldi lögreglunnar en þar sem hann er sautján ára hefur verið haft samband við foreldra hans og einnig verður Barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið. Pilturinn hefur neitað að segja til félaga sinna en talið er að þeir séu á svipuðum aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×