Allt breytt eftir sigurinn 11. júlí 2007 04:00 Sigurinn á Karlovy Vary hefur gjörbreytt öllu skipulagi. Mýrin ætti því að fara víða á þessu ári. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif þessi sigur myndi hafa,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrinnar sem hlaut Kristalshnöttinn á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Þegar Fréttablaðið ræddi við Baltasar vikuna áður en úrslitin voru tilkynnt höfðu borist einhver tugur tilboða um að koma með myndina á kvikmyndahátíðir. Nú væri öldin hins vegar önnur og tilboðunum og hamingjuóskum hreinlega rignir inn. „Ég hef bara aldrei upplifað annað eins, umfjöllun um sigurinn var á forsíðu Variety og skipulagið okkar er því gjörbreytt,“ útskýrir Baltasar en bætir því hins vegar við að hann ætli að stíga varlega til jarðar. Sigurinn hefur jafnframt mikla þýðingu fyrir Baltasar sem leikstjóra og á borðinu liggja nokkur tilboð um að leikstýra kvikmyndum erlendis og leikstjórinn viðurkennir að honum lítist sérstaklega vel á eitt en vildi ekki gefa upp hvað og hvaðan það væri. En leikstjórinn liggur alls ekki með tærnar upp í loft og íhugar gylliboð frá útlöndum. Baltasar var ekki fyrr lentur eftir sigurförina til Tékklands en hann var kominn út í Flatey ásamt leikmyndasmiðum við að undirbúa gamanmyndina Brúðguminn. „Maður verður að nýta tímann á meðan það er svona gott veður,“ sagði Baltasar. Og þá er einnig í farvatninu að leika í kvikmynd Óskars Jónasonar sem hefur verið þekkt undir nafninu S.O.S en hefur nú verið gefið nafnið Reykjavík Rotterdam. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif þessi sigur myndi hafa,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrinnar sem hlaut Kristalshnöttinn á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Þegar Fréttablaðið ræddi við Baltasar vikuna áður en úrslitin voru tilkynnt höfðu borist einhver tugur tilboða um að koma með myndina á kvikmyndahátíðir. Nú væri öldin hins vegar önnur og tilboðunum og hamingjuóskum hreinlega rignir inn. „Ég hef bara aldrei upplifað annað eins, umfjöllun um sigurinn var á forsíðu Variety og skipulagið okkar er því gjörbreytt,“ útskýrir Baltasar en bætir því hins vegar við að hann ætli að stíga varlega til jarðar. Sigurinn hefur jafnframt mikla þýðingu fyrir Baltasar sem leikstjóra og á borðinu liggja nokkur tilboð um að leikstýra kvikmyndum erlendis og leikstjórinn viðurkennir að honum lítist sérstaklega vel á eitt en vildi ekki gefa upp hvað og hvaðan það væri. En leikstjórinn liggur alls ekki með tærnar upp í loft og íhugar gylliboð frá útlöndum. Baltasar var ekki fyrr lentur eftir sigurförina til Tékklands en hann var kominn út í Flatey ásamt leikmyndasmiðum við að undirbúa gamanmyndina Brúðguminn. „Maður verður að nýta tímann á meðan það er svona gott veður,“ sagði Baltasar. Og þá er einnig í farvatninu að leika í kvikmynd Óskars Jónasonar sem hefur verið þekkt undir nafninu S.O.S en hefur nú verið gefið nafnið Reykjavík Rotterdam.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira