Halldór reiðubúinn fyrir Hollywood 15. júní 2007 09:15 Snorri á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki og kvikmyndahandritið er tilbúið. „Ég geri mér vonir um að þetta komist á koppinn," segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu. Snorri segir lítið hæft í þeim sögusögnum. Handritshöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala hefur þegar skrifað handrit eftir bókinni. Jhabvala þykir einn virtasti höfundurinn í Hollywood og skrifaði meðal annars handritið að myndinni The Remains of the Day auk Howard's End og A Room with a View en fyrir þær hlaut hún Óskarsverðlaun. Framleiðandinn var í samstarfi við hið heimsfræga framleiðslufyrirtæki Merchant/Ivory en nýlega var því samstarfi slitið. „Ég er því að leita fanga annars staðar núna," útskýrir Snorri. „Hins vegar er mikill áhugi á bókinni úti og ég ætla bara rétt að vona að þetta verði að veruleika," bætir Snorri við. Guðný væri draumur ef Martin Scorsese tæki að sér Sjálfstætt fólk. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og kvikmyndaleikstjóri, var að vonum ánægð með að Scorsese væri að lesa Sjálfstætt fólk. Og bætti því við að það væri svo sannarlega draumur ef hann tæki þetta að sér. „Þú getur rétt ímyndað þér," sagði Guðný enda þyrfti þroskaðan mann til að koma sögunni sómasamlega til skila á hvíta tjaldinu. „Og Scorsese er svo sannarlega ekki fæddur í gær." Scorsese hefur svo sannarlega þroska til að færa söguna á hvíta tjaldið. Halldór Laxness ól sjálfur með sér þann draum að leggja Hollywood að fótum sér og fluttist þangað út um stundarsakir. En þrátt fyrir miklar vinsældir og virðingu hafa skáldverk hans ekki verið mikið kvikmynduð því aðeins Ungfrúin góða og húsið og Kristnihald undir Jökli eftir Guðnýju og Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson hafa verið gerðar hér á landi en Svíar færðu Sölku-Völku í kvikmyndabúning árið 1954. Mörgum þykir því löngu tímabært að ráðast í kvikmyndaútgáfur á einhverjum stórverka Halldórs sem myndu þá halda minningu hans enn frekar á lofti. Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Ég geri mér vonir um að þetta komist á koppinn," segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu. Snorri segir lítið hæft í þeim sögusögnum. Handritshöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala hefur þegar skrifað handrit eftir bókinni. Jhabvala þykir einn virtasti höfundurinn í Hollywood og skrifaði meðal annars handritið að myndinni The Remains of the Day auk Howard's End og A Room with a View en fyrir þær hlaut hún Óskarsverðlaun. Framleiðandinn var í samstarfi við hið heimsfræga framleiðslufyrirtæki Merchant/Ivory en nýlega var því samstarfi slitið. „Ég er því að leita fanga annars staðar núna," útskýrir Snorri. „Hins vegar er mikill áhugi á bókinni úti og ég ætla bara rétt að vona að þetta verði að veruleika," bætir Snorri við. Guðný væri draumur ef Martin Scorsese tæki að sér Sjálfstætt fólk. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og kvikmyndaleikstjóri, var að vonum ánægð með að Scorsese væri að lesa Sjálfstætt fólk. Og bætti því við að það væri svo sannarlega draumur ef hann tæki þetta að sér. „Þú getur rétt ímyndað þér," sagði Guðný enda þyrfti þroskaðan mann til að koma sögunni sómasamlega til skila á hvíta tjaldinu. „Og Scorsese er svo sannarlega ekki fæddur í gær." Scorsese hefur svo sannarlega þroska til að færa söguna á hvíta tjaldið. Halldór Laxness ól sjálfur með sér þann draum að leggja Hollywood að fótum sér og fluttist þangað út um stundarsakir. En þrátt fyrir miklar vinsældir og virðingu hafa skáldverk hans ekki verið mikið kvikmynduð því aðeins Ungfrúin góða og húsið og Kristnihald undir Jökli eftir Guðnýju og Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson hafa verið gerðar hér á landi en Svíar færðu Sölku-Völku í kvikmyndabúning árið 1954. Mörgum þykir því löngu tímabært að ráðast í kvikmyndaútgáfur á einhverjum stórverka Halldórs sem myndu þá halda minningu hans enn frekar á lofti.
Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira