Neyðarlegt upphlaup Skjás eins 17. maí 2007 12:45 Björn Sigurðsson segist hafa farið af stað í góðri trú um að Íslendingur væri meðal þátttakenda. Sú reyndist ekki raunin. Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög neyðarlegt fyrir okkur,“ segir Björn Sigurðsson, dagskrárstjóri Skjás eins. Hann fékk það staðfest í fyrrinótt að enginn Íslendingur væri meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum On the Lot en fréttir þess efnis hafa birst í fjölmiðlum. Og töluverð vinna hefur verið lögð í auglýsingaherferð fyrir þáttinn, sem hefur göngu sína 23. maí. „Við höfðum fengið upplýsingar um að verið væri að skoða Íslendingana, okkur hafði verið tjáð að þetta gæti orðið að veruleika. En síðan kemur bara í ljós að við hlupum aðeins á okkur,“ útskýrir Björn. „Við vorum náttúrlega mjög bjarstýn á að þetta næðist í gegn þar sem þetta er sama fyrirtæki og framleiddi Rock Star,“ bætir hann við en þar sló Magni Ásgeirsson eftirminnilega í gegn. On the Lot er raunveruleikaþáttur í anda áðurnefnds Rock Star-þáttar en í staðinn fyrir að keppast um að komast í rokkhljómsveit berjast kvikmyndagerðarmenn um frægð og frama í Hollywood. Framleiðandi þáttanna er Mark Burnett en aðalstjarnan er enginn annar en Steven Spielberg, frægasti leikstjóri heims. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst reyndu fimm íslenskir kvikmyndagerðarmenn að komast í þáttinn. Þegar það kvisaðist út að Íslendingur hefði komist áfram var haft samband við þá en þeir harðneituðu allir og vísaði hver á annan. Þegar sú staða kom upp fóru að renna á Björn tvær grímur. „Ég hitti aðstandendur þáttarins í París þar sem þeir sögðu að það væri Íslendingur á lista. Ég stóð í þeirri trú að þetta væri fimmtíu manna listinn sem færi í fyrsta þáttinn en skjátlaðist einfaldlega,“ útskýrir Björn og þvertekur fyrir að þetta hafi verið einhver markaðsbrella til að laða fólk að skjánum. „Við gerðum þetta samkvæmt bestu sannfæringu og góðri trú en svona getur þetta stundum verið og við erum ákaflega leið yfir þessu,“ segir Björn, sem nú þarf að fara í að breyta öllu kynningarefninu fyrir þáttinn. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög neyðarlegt fyrir okkur,“ segir Björn Sigurðsson, dagskrárstjóri Skjás eins. Hann fékk það staðfest í fyrrinótt að enginn Íslendingur væri meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum On the Lot en fréttir þess efnis hafa birst í fjölmiðlum. Og töluverð vinna hefur verið lögð í auglýsingaherferð fyrir þáttinn, sem hefur göngu sína 23. maí. „Við höfðum fengið upplýsingar um að verið væri að skoða Íslendingana, okkur hafði verið tjáð að þetta gæti orðið að veruleika. En síðan kemur bara í ljós að við hlupum aðeins á okkur,“ útskýrir Björn. „Við vorum náttúrlega mjög bjarstýn á að þetta næðist í gegn þar sem þetta er sama fyrirtæki og framleiddi Rock Star,“ bætir hann við en þar sló Magni Ásgeirsson eftirminnilega í gegn. On the Lot er raunveruleikaþáttur í anda áðurnefnds Rock Star-þáttar en í staðinn fyrir að keppast um að komast í rokkhljómsveit berjast kvikmyndagerðarmenn um frægð og frama í Hollywood. Framleiðandi þáttanna er Mark Burnett en aðalstjarnan er enginn annar en Steven Spielberg, frægasti leikstjóri heims. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst reyndu fimm íslenskir kvikmyndagerðarmenn að komast í þáttinn. Þegar það kvisaðist út að Íslendingur hefði komist áfram var haft samband við þá en þeir harðneituðu allir og vísaði hver á annan. Þegar sú staða kom upp fóru að renna á Björn tvær grímur. „Ég hitti aðstandendur þáttarins í París þar sem þeir sögðu að það væri Íslendingur á lista. Ég stóð í þeirri trú að þetta væri fimmtíu manna listinn sem færi í fyrsta þáttinn en skjátlaðist einfaldlega,“ útskýrir Björn og þvertekur fyrir að þetta hafi verið einhver markaðsbrella til að laða fólk að skjánum. „Við gerðum þetta samkvæmt bestu sannfæringu og góðri trú en svona getur þetta stundum verið og við erum ákaflega leið yfir þessu,“ segir Björn, sem nú þarf að fara í að breyta öllu kynningarefninu fyrir þáttinn.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira