Útskrift Kvikmyndaskólans 14. maí 2007 09:00 Böðvar bjarki Pétursson. Frumkvöðullinn að baki Kvikmyndaskóla Íslands. Á föstudag og laugardag sýndu nemendur Kvikmyndaskóla Íslands lokaverkefni sín í Bæjarbíói í Hafnarfirði og húsakynnum skólans að Lynghálsi: átta lokaverkefni nemenda sem unnin voru undir stjórn Ágústs Guðmundssonar og enn fleiri áfangaverkefni sem unnin voru undir handleiðslu Maríönnu Friðjónsdóttur, Viðars Víkingssonar, Þorgeirs Guðmundssonar og Hilmars Oddssonar. Gengið hefur verið frá samningi milli menntamálaráðuneytis og Kvikmyndaskóla Íslands um formlega viðurkenningu á þremur nýjum sérsviðum. Skólinn mun því bjóða upp á nám í fjórum deildum nú í haust: Framleiðslu og leikstjórn; kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu; handritagerð og kvikmyndaleik, og þáttastjórnun. Hér er um að ræða tveggja ára námsbrautir á framhaldsskólastigi. Útskrifaðir nemendur skólans starfa bæði hjá kvikmyndafyrirtækjum og hjá sjónvarpsstöðvum. Kvikmyndaskóli Íslands fagnar 15 ára afmæli á þessu ári. Skólinn byggir á reynslu og þekkingu starfandi kvikmyndagerðarmanna. Eitt megineinkenni skólans er að þar kennir bransinn sjálfur til verka. Þannig verður til náið samband við framleiðslufyrirtæki landsins. Með hinu nýja námsframboði opnast nýjar og spennandi námsleiðir fyrir nemendur. Inntökuviðtöl vegna náms á haustönn verða síðustu vikuna í maí. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 8456807 eða á skrifstofu skólans í síma 5333309. Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Á föstudag og laugardag sýndu nemendur Kvikmyndaskóla Íslands lokaverkefni sín í Bæjarbíói í Hafnarfirði og húsakynnum skólans að Lynghálsi: átta lokaverkefni nemenda sem unnin voru undir stjórn Ágústs Guðmundssonar og enn fleiri áfangaverkefni sem unnin voru undir handleiðslu Maríönnu Friðjónsdóttur, Viðars Víkingssonar, Þorgeirs Guðmundssonar og Hilmars Oddssonar. Gengið hefur verið frá samningi milli menntamálaráðuneytis og Kvikmyndaskóla Íslands um formlega viðurkenningu á þremur nýjum sérsviðum. Skólinn mun því bjóða upp á nám í fjórum deildum nú í haust: Framleiðslu og leikstjórn; kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu; handritagerð og kvikmyndaleik, og þáttastjórnun. Hér er um að ræða tveggja ára námsbrautir á framhaldsskólastigi. Útskrifaðir nemendur skólans starfa bæði hjá kvikmyndafyrirtækjum og hjá sjónvarpsstöðvum. Kvikmyndaskóli Íslands fagnar 15 ára afmæli á þessu ári. Skólinn byggir á reynslu og þekkingu starfandi kvikmyndagerðarmanna. Eitt megineinkenni skólans er að þar kennir bransinn sjálfur til verka. Þannig verður til náið samband við framleiðslufyrirtæki landsins. Með hinu nýja námsframboði opnast nýjar og spennandi námsleiðir fyrir nemendur. Inntökuviðtöl vegna náms á haustönn verða síðustu vikuna í maí. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 8456807 eða á skrifstofu skólans í síma 5333309.
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira