Fótbolti

Scolari dæmdur í fjögurra leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scolari lætur hér til skarar skríða gegn Ivica Dragutinovic.
Scolari lætur hér til skarar skríða gegn Ivica Dragutinovic. Nordic Photos / AFP

Luiz Felipe Scolari hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA.

Scolari er gefið að sök að hafa ráðist á leikmann serbneska landsliðsins, Ivica Dragutinovic, eftir leik Portúgals og Serbíu í Lissabon þann 12. september. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli.

Dragutinovic fékk tveggja leikja bann fyrir óíþróttamannslega framkomu að leiknum loknum.

Þetta þýðir að Scolari missir af leikjum Portúgals við Aserbaídsjan og Kasakstan í október, og gegn Armeníu og Finnlandi í nóvember.

Sparkspekingar velta nú fyrir sér hvort þetta gæti orðið til þess að Jose Mourinho, sem í gær hætti störfum hjá Chelsea, taki við landsliðinu af Scolari. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×