Fjalakötturinn sýnir þrjár myndir byggðar á sögum Astridar Lindgren 29. apríl 2007 08:00 Hvar eru rassálfarnir? Fjalakötturinn sýnir myndina um Ronju ræningjadóttur í Tjarnarbíói í kvöld. Fjalakötturinn sýnir þrjár myndir byggðar á sögum Astridar Lindgren nú um helgina, auk þess sem síðustu sýningar á myndum franska kvikmyndagerðarmannsins Raymond Depardon fara fram. Sögur Astridar Lindgren eru sívinsælar hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Þær hafa allar verið gefnar út á íslensku og sumar hverjar settar upp sem leiksýningar. Kvikmyndirnar þrjár hafa auk þess verið talsettar á íslensku fyrir myndbandsmarkaðinn og nú gefst áhorfendum tækifæri til að sjá þær með upprunalegri talsetningu í gamaldags bíóstemningu. Þær eru allar sýndar með sænsku tali og enskum texta og eru fyrir alla fjölskylduna. Í kvöld verða sýndar myndirnar um Ronju ræningjadóttur og Börnin í Ólátagarði en á morgun verður sýnd mynd byggð á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta. Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson mun kynna myndirnar og bregða á leik með börnunum. Frönsk kvikmyndagerð hefur verið í forgrunni síðustu vikur vegna fransks vors og nú um helgina verður endapunkturinn settur með því að sýna sex franskar stuttmyndir í tveimur hlutum. Sýning þeirra hefst kl. 19 í kvöld Annað kvöld verða sýndar þrjár stuttmyndir til auk tveggja mynda eftir heimildarmyndagerðarmanninn Raymond Depardon. Nánari upplýsingar um dagskrána og starfsemi klúbbsins er að finna á heimasíðunni www.filmfest.is. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Fjalakötturinn sýnir þrjár myndir byggðar á sögum Astridar Lindgren nú um helgina, auk þess sem síðustu sýningar á myndum franska kvikmyndagerðarmannsins Raymond Depardon fara fram. Sögur Astridar Lindgren eru sívinsælar hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Þær hafa allar verið gefnar út á íslensku og sumar hverjar settar upp sem leiksýningar. Kvikmyndirnar þrjár hafa auk þess verið talsettar á íslensku fyrir myndbandsmarkaðinn og nú gefst áhorfendum tækifæri til að sjá þær með upprunalegri talsetningu í gamaldags bíóstemningu. Þær eru allar sýndar með sænsku tali og enskum texta og eru fyrir alla fjölskylduna. Í kvöld verða sýndar myndirnar um Ronju ræningjadóttur og Börnin í Ólátagarði en á morgun verður sýnd mynd byggð á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta. Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson mun kynna myndirnar og bregða á leik með börnunum. Frönsk kvikmyndagerð hefur verið í forgrunni síðustu vikur vegna fransks vors og nú um helgina verður endapunkturinn settur með því að sýna sex franskar stuttmyndir í tveimur hlutum. Sýning þeirra hefst kl. 19 í kvöld Annað kvöld verða sýndar þrjár stuttmyndir til auk tveggja mynda eftir heimildarmyndagerðarmanninn Raymond Depardon. Nánari upplýsingar um dagskrána og starfsemi klúbbsins er að finna á heimasíðunni www.filmfest.is.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira