Fékk meldingar og ræddi ekki Palestínu 28. apríl 2007 09:00 Geir afhendir Valgerði lyklana. Geir H. Haarde afhendir Valgerði Sverrisdóttur lyklana að utanríkisráðuneytinu. Nú virðast þau ekki á einu máli um utanríkismálin. MYND/Valli Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segist ekki hafa séð tilgang í því að ræða samskipti Íslands og Palestínu í ríkisstjórn Íslands þar sem hún hafi fengið „ákveðnar meldingar úr forsætisráðuneytinu.“ Valgerður segir „athyglisvert“ að Geir H. Haarde forsætisráðherra útiloki ekki í samtölum við fjölmiðla að koma á slíkum samskiptum. Ef gefið sé í skyn að það eina sem hindri framgang málsins sé að það hafi ekki verið tekið upp í ríkisstórn, verði slíkt einfaldlega gert. Ríkisstjórnarfundir séu stopulir í kosningabaráttunni en Valgerður heitir því að ræða málið þar fyrir kosningar. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi á fimmtudag að hann vildi fara varlega í málið. „Ég get bara sagt það að þetta hefur ekki verið rætt í ríkisstjórn og ef það ætti að taka einhverja nýja stefnu í þessu þá þyrfti slíkt mál að ræða þar og síðan í utanríkismálanefnd. En það er auðvitað hverjum frjálst að segja það sem honum finnst. Það er bara ekki tímabært að taka afstöðu til þess.“ Um frumkvæði Norðmanna, að koma á stjórnmálasambandi við Palestínumenn, ein Evrópuþjóða, segir Geir þá gjarnan fara sínar eigin leiðir í utanríkismálum. „Enda eru þeir gerendur á svo mörgum sviðum. [...] Það skiptir máli á svæðinu hvað þeir gera,“ segir Geir. Afstaða Íslands skipti minna máli. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna eru sammála hugmynd um utanríkisráðherra. ngibjörg Sólrún Gísladóttir, Samfylkingunni, telur fulla ástæðu til þessa og segir það matsatriði hver ástundi hryðjuverk og hver hernað á þessu svæði. „Væri farið eftir því ættum við ekki að hafa samband við neinn af þessum deiluaðilum fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Steingrímur J. Sigfússon, VG, er „algjörlega sammála“ og telur að „Norðmenn eigi heiður skilið að sýna þann kjark að taka upp samskipti við Palestínumenn“. Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, segir „sjálfgefið“ að styðja tillögu Valgerðar, svo fremi sem það geti orðið til þess að styðja við friðarferlið í Mið-Austurlöndum. „Ég held að við eigum akkúrat að nota utanríkisþjónustuna til að hafa áhrif til friðar í heiminum.“ Ómar Ragnarsson í Íslandshreyfingu telur „eðlilegt að við höfum samskipti við bæði Palestínumenn og Ísraela, það sé „eina leiðin sem er fær út úr klemmunni á svæðinu“. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segist ekki hafa séð tilgang í því að ræða samskipti Íslands og Palestínu í ríkisstjórn Íslands þar sem hún hafi fengið „ákveðnar meldingar úr forsætisráðuneytinu.“ Valgerður segir „athyglisvert“ að Geir H. Haarde forsætisráðherra útiloki ekki í samtölum við fjölmiðla að koma á slíkum samskiptum. Ef gefið sé í skyn að það eina sem hindri framgang málsins sé að það hafi ekki verið tekið upp í ríkisstórn, verði slíkt einfaldlega gert. Ríkisstjórnarfundir séu stopulir í kosningabaráttunni en Valgerður heitir því að ræða málið þar fyrir kosningar. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi á fimmtudag að hann vildi fara varlega í málið. „Ég get bara sagt það að þetta hefur ekki verið rætt í ríkisstjórn og ef það ætti að taka einhverja nýja stefnu í þessu þá þyrfti slíkt mál að ræða þar og síðan í utanríkismálanefnd. En það er auðvitað hverjum frjálst að segja það sem honum finnst. Það er bara ekki tímabært að taka afstöðu til þess.“ Um frumkvæði Norðmanna, að koma á stjórnmálasambandi við Palestínumenn, ein Evrópuþjóða, segir Geir þá gjarnan fara sínar eigin leiðir í utanríkismálum. „Enda eru þeir gerendur á svo mörgum sviðum. [...] Það skiptir máli á svæðinu hvað þeir gera,“ segir Geir. Afstaða Íslands skipti minna máli. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna eru sammála hugmynd um utanríkisráðherra. ngibjörg Sólrún Gísladóttir, Samfylkingunni, telur fulla ástæðu til þessa og segir það matsatriði hver ástundi hryðjuverk og hver hernað á þessu svæði. „Væri farið eftir því ættum við ekki að hafa samband við neinn af þessum deiluaðilum fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Steingrímur J. Sigfússon, VG, er „algjörlega sammála“ og telur að „Norðmenn eigi heiður skilið að sýna þann kjark að taka upp samskipti við Palestínumenn“. Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, segir „sjálfgefið“ að styðja tillögu Valgerðar, svo fremi sem það geti orðið til þess að styðja við friðarferlið í Mið-Austurlöndum. „Ég held að við eigum akkúrat að nota utanríkisþjónustuna til að hafa áhrif til friðar í heiminum.“ Ómar Ragnarsson í Íslandshreyfingu telur „eðlilegt að við höfum samskipti við bæði Palestínumenn og Ísraela, það sé „eina leiðin sem er fær út úr klemmunni á svæðinu“.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira