Óvænt samstaða myndast innan leikarastéttarinnar 19. apríl 2007 14:30 Þór Freysson kannast við óróa meðal leikara en segir ekki um upphlaup að ræða. „Þetta er rétt og þessi samstaða er vægast stórkostleg,“ segir Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó nokkuð margir ungir leikarar hafnað hlutverkum í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu vegna ósættis um launamál. Meðal þeirra sem hafa hafnað hlutverkum eru þeir Gísli Pétur Hinriksson og Jóhannes Haukur Jóhannesson auk annarra og hafa þeir fengið mikinn stuðning í þessari kjarabaráttu frá leikurum af eldri kynslóðinni í tölvupósti. „Launaumhverfi leikara breyttist mjög mikið fyrir nokkrum árum þegar verktakasamningar voru teknir upp en þá reyndist það erfiðara fyrir félagið að fylgjast með,“ segir Randver. „En það hefur alltaf verið krafa hjá FÍL að staðið sé við gerða samninga,“ segir Randver og ljóst að leikarar ætli ekki lengur að láta undirbjóða sig. Pressa er hugarfóstur þeirra Óskars Jónassonar og Sigurjóns Kjartanssonar en það er Saga Film sem framleiðir þættina fyrir Stöð 2. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir leikarar þegar skrifað undir samninga og ætla sér að standa við þá. Aðrir íhuga að rifta þeim sökum þessarar miklu undiröldu meðal leikarastéttarinnar en þættirnir þykja bjóða upp á skemmtileg og bitastæð hlutverk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fékk Leikfélag Hafnarfjarðar síðan bréf frá Saga Film þar sem framleiðslufyrirtækið óskaði eftir að fá að koma á fund félagsins og halda prufur. Þór Freysson, framleiðandi þáttanna, kannaðist vissulega við þennan óróa en sagði ekki um neitt upphlaup að ræða. „Við erum langleiðina komnir með að ráða í hlutverk þannig að þetta hefur ekki verið vandamál. Og satt að segja kemur þetta okkur spánskt fyrir sjónir,“ segir Þór en Saga Film hefur framleitt þætti á borð við Stelpurnar og nú síðast Næturvaktina. „Það er miðað við annað verð fyrir svona lokaðar stöðvar en fyrir til dæmis RÚV sem hefur breiðari áhorfendahóp,“ útskýrir Þór. „Og eftir því sem okkur skilst eru samningar FÍL við SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna, útrunnir auk þess sem félagið hefur ekki haft neinn samning við Stöð 2 eins og hátturinn er hafður á í öðrum löndum,“ bætir hann við. Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Þetta er rétt og þessi samstaða er vægast stórkostleg,“ segir Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó nokkuð margir ungir leikarar hafnað hlutverkum í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu vegna ósættis um launamál. Meðal þeirra sem hafa hafnað hlutverkum eru þeir Gísli Pétur Hinriksson og Jóhannes Haukur Jóhannesson auk annarra og hafa þeir fengið mikinn stuðning í þessari kjarabaráttu frá leikurum af eldri kynslóðinni í tölvupósti. „Launaumhverfi leikara breyttist mjög mikið fyrir nokkrum árum þegar verktakasamningar voru teknir upp en þá reyndist það erfiðara fyrir félagið að fylgjast með,“ segir Randver. „En það hefur alltaf verið krafa hjá FÍL að staðið sé við gerða samninga,“ segir Randver og ljóst að leikarar ætli ekki lengur að láta undirbjóða sig. Pressa er hugarfóstur þeirra Óskars Jónassonar og Sigurjóns Kjartanssonar en það er Saga Film sem framleiðir þættina fyrir Stöð 2. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir leikarar þegar skrifað undir samninga og ætla sér að standa við þá. Aðrir íhuga að rifta þeim sökum þessarar miklu undiröldu meðal leikarastéttarinnar en þættirnir þykja bjóða upp á skemmtileg og bitastæð hlutverk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fékk Leikfélag Hafnarfjarðar síðan bréf frá Saga Film þar sem framleiðslufyrirtækið óskaði eftir að fá að koma á fund félagsins og halda prufur. Þór Freysson, framleiðandi þáttanna, kannaðist vissulega við þennan óróa en sagði ekki um neitt upphlaup að ræða. „Við erum langleiðina komnir með að ráða í hlutverk þannig að þetta hefur ekki verið vandamál. Og satt að segja kemur þetta okkur spánskt fyrir sjónir,“ segir Þór en Saga Film hefur framleitt þætti á borð við Stelpurnar og nú síðast Næturvaktina. „Það er miðað við annað verð fyrir svona lokaðar stöðvar en fyrir til dæmis RÚV sem hefur breiðari áhorfendahóp,“ útskýrir Þór. „Og eftir því sem okkur skilst eru samningar FÍL við SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna, útrunnir auk þess sem félagið hefur ekki haft neinn samning við Stöð 2 eins og hátturinn er hafður á í öðrum löndum,“ bætir hann við.
Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira