Þrír sumarsmellir 2. apríl 2007 07:00 Þriðja myndin um græna skrímslið verður frumsýnd í maí. Jeffrey Katzenberg, forstjóri teiknimyndadeildar Dreamworks, hefur litlar áhyggjur af því að þriðja myndin um græna skrímslið Skrekk eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir tveimur öðrum framhaldsmyndum: Köngulóarmanninum og lokamyndinni um sjóræningjana á Karíbahafinu. „Allir eiga eftir að sjá Köngulóarmanninn, allir fara á sjóræningjana og allir munu horfa á Skrekk,“ sagði Katzenberg á fundi sem skipulagður var af Bank of America í New York á miðvikudaginn. „Sigurinn kemur til með að velta á því hversu margir sjá sömu myndina aftur og aftur og aftur,“ útskýrði forstjórinn. Myndirnar þrjár, sem allar eiga það sameiginlegt að vera þær þriðju í röðinni í sínum bálki, verða frumsýndar í maí og því nokkuð ljóst að forsvarsmenn kvikmyndahúsanna hugsa sér gott til glóðarinnar í þeim mánuði. Katzenberg gerði einnig nýjustu heimabíótækninni skil og sagðist kvíða fyrir hönd Blue Ray og HD DVD. „Munurinn á þessum gæðum og DVD-mynddiskagæðum er einfaldlega ekki það mikill fyrir almenning að honum finnist taka því að breyta til,“ sagði Katzenberg. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Jeffrey Katzenberg, forstjóri teiknimyndadeildar Dreamworks, hefur litlar áhyggjur af því að þriðja myndin um græna skrímslið Skrekk eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir tveimur öðrum framhaldsmyndum: Köngulóarmanninum og lokamyndinni um sjóræningjana á Karíbahafinu. „Allir eiga eftir að sjá Köngulóarmanninn, allir fara á sjóræningjana og allir munu horfa á Skrekk,“ sagði Katzenberg á fundi sem skipulagður var af Bank of America í New York á miðvikudaginn. „Sigurinn kemur til með að velta á því hversu margir sjá sömu myndina aftur og aftur og aftur,“ útskýrði forstjórinn. Myndirnar þrjár, sem allar eiga það sameiginlegt að vera þær þriðju í röðinni í sínum bálki, verða frumsýndar í maí og því nokkuð ljóst að forsvarsmenn kvikmyndahúsanna hugsa sér gott til glóðarinnar í þeim mánuði. Katzenberg gerði einnig nýjustu heimabíótækninni skil og sagðist kvíða fyrir hönd Blue Ray og HD DVD. „Munurinn á þessum gæðum og DVD-mynddiskagæðum er einfaldlega ekki það mikill fyrir almenning að honum finnist taka því að breyta til,“ sagði Katzenberg.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira