Indjáninn á hvíta tjaldið 28. mars 2007 08:30 Þeir Leifur B. Dagfinnsson, Jón Gnarr, Hólmfríður Matthíasdóttir og Hjörtur Grétarsson skrifuðu undir samning sem tryggir True North kvikmyndaréttinn á Indjánanum eftir Jón. MYND/GVA Kvikmyndafyrirtækið True North hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á bókinni Indjánanum eftir Jón Gnarr en samningur þess efnis var undirritaður í húsakynnum Eddu útgáfu í gær. Í Indjánanum greinir Jón frá ævintýralegu lífshlaupi sínu sem strákur á skáldlegan hátt og öllum sínum uppátækjum sem sum hver rötuðu á síður blaðanna. Höfundurinn Jón var að vonum ánægður með þessi tíðindi en hann bjóst eiginlega aldrei við því að líf hans yrði fært yfir á hvíta tjaldið. „Þetta er bara stórkostlegt,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Nú verð ég bara eins og Andri í Punktur, punktur komma strik, nú eða Ingemar í Mitt Liv som Hund,“ bætti höfundurinn við. Hann kvaðst í raun vera að afhenda bókina sína True North til ættleiðingar því hann hefði voðalega lítið um framhaldið að segja þegar allir pappírar væru undirritaðir. „En mér finnst voðalega gaman að þetta skuli vera gert,“ segir Jón sem bjóst ekki við því að koma að handritsgerð myndarinnar. „Nei, en nú hefst bara leitin að litlum Jóni Gnarr.“ Hjörtur Grétarson, framleiðandi hjá True North, vildi ekki gefa upp kaupverðið og sagði það vera trúnaðarmál. Hann sagðist reikna með því að vinna við að finna leikstjóra og handritshöfund færi á fullt en bjóst við því að sú undirbúningsvinna gæti tekið tvö til þrjú ár. Hjörtur tók undir með Jóni að True North væri að ættleiða bókina. „Þetta er auðvitað vandmeðfarið því Indjáninn er skáldsöguleg ævisaga Jóns og við munum að sjálfsögðu reyna að nýta okkur sem mest krafta hans,“ sagði Hjörtur sem vissi þó ekki hvort bókin yrði færð yfir á hvíta tjaldið eða nýtt til framleiðslu á sjónvarpsþáttum. „Það á bara eftir að koma í ljós.“ Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækið True North hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á bókinni Indjánanum eftir Jón Gnarr en samningur þess efnis var undirritaður í húsakynnum Eddu útgáfu í gær. Í Indjánanum greinir Jón frá ævintýralegu lífshlaupi sínu sem strákur á skáldlegan hátt og öllum sínum uppátækjum sem sum hver rötuðu á síður blaðanna. Höfundurinn Jón var að vonum ánægður með þessi tíðindi en hann bjóst eiginlega aldrei við því að líf hans yrði fært yfir á hvíta tjaldið. „Þetta er bara stórkostlegt,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Nú verð ég bara eins og Andri í Punktur, punktur komma strik, nú eða Ingemar í Mitt Liv som Hund,“ bætti höfundurinn við. Hann kvaðst í raun vera að afhenda bókina sína True North til ættleiðingar því hann hefði voðalega lítið um framhaldið að segja þegar allir pappírar væru undirritaðir. „En mér finnst voðalega gaman að þetta skuli vera gert,“ segir Jón sem bjóst ekki við því að koma að handritsgerð myndarinnar. „Nei, en nú hefst bara leitin að litlum Jóni Gnarr.“ Hjörtur Grétarson, framleiðandi hjá True North, vildi ekki gefa upp kaupverðið og sagði það vera trúnaðarmál. Hann sagðist reikna með því að vinna við að finna leikstjóra og handritshöfund færi á fullt en bjóst við því að sú undirbúningsvinna gæti tekið tvö til þrjú ár. Hjörtur tók undir með Jóni að True North væri að ættleiða bókina. „Þetta er auðvitað vandmeðfarið því Indjáninn er skáldsöguleg ævisaga Jóns og við munum að sjálfsögðu reyna að nýta okkur sem mest krafta hans,“ sagði Hjörtur sem vissi þó ekki hvort bókin yrði færð yfir á hvíta tjaldið eða nýtt til framleiðslu á sjónvarpsþáttum. „Það á bara eftir að koma í ljós.“
Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira