Meiddist við eins metra fall 27. mars 2007 08:00 Halldór Gylfa meiddist við æfingar á söngleiknum Gretti á laugardag, með þeim afleiðingum að fresta þurfti frumsýningu. Frumsýningu á söngleiknum Gretti í Borgarleikhúsinu hefur verið frestað til 22. apríl eftir að aðalleikarinn, Halldór Gylfason, meiddist í baki við æfingar á laugardag. Ákvörðunin var tekin á fundi í Borgarleikhúsinu í gær, en frumsýna átti verkið næstkomandi föstudag. Eins og Fréttablaðið greindi frá felast nokkur líkamleg átök í hlutverki Halldórs í söngleiknum, og þarf hann meðal annars að láta sig falla úr fimm metra hæð. Það var þó ekki ástæðan fyrir bakmeiðslunum. „Það er það fáránlega við það!,“ sagði Halldór. „Það er ekki eins og ég hafi meiðst við eitthvað svakalegt. Ég var að stökkva úr eins metra hæð niður á gólf, sem ég er búinn að gera hundrað sinnum. Ég hef bara lent eitthvað vitlaust og fengið hnykk á bakið,“ sagði Halldór, sem heldur nú kyrru fyrir heima að læknisráði. Hann kvaðst þó hafa það gott, eftir atvikum. Ákvörðun leikhúsmanna um frestun kom honum ekki á óvart. „Það er ekki hægt að æfa þegar ég er ekki. Það þarf tíma til þess að jafna sig, og hann er bara svo naumur,“ sagði hann. Veturinn sem nú er að líða hefur ekki verið Halldóri mjög hliðhollur heilsufarslega séð. „Ég sleit hásin í nóvember og var í gifsi í tvo mánuði. Svo byrjaði ég að æfa og var búinn að ná mjög góðum bata í fætinum. Þá kemur þetta, allt í einu,“ sagði Halldór og dæsti. Hann var þó bjartsýnn á að ná bata. „Já, já, ég held að þetta eigi að jafna sig fljótlega,“ sagði leikarinn. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Frumsýningu á söngleiknum Gretti í Borgarleikhúsinu hefur verið frestað til 22. apríl eftir að aðalleikarinn, Halldór Gylfason, meiddist í baki við æfingar á laugardag. Ákvörðunin var tekin á fundi í Borgarleikhúsinu í gær, en frumsýna átti verkið næstkomandi föstudag. Eins og Fréttablaðið greindi frá felast nokkur líkamleg átök í hlutverki Halldórs í söngleiknum, og þarf hann meðal annars að láta sig falla úr fimm metra hæð. Það var þó ekki ástæðan fyrir bakmeiðslunum. „Það er það fáránlega við það!,“ sagði Halldór. „Það er ekki eins og ég hafi meiðst við eitthvað svakalegt. Ég var að stökkva úr eins metra hæð niður á gólf, sem ég er búinn að gera hundrað sinnum. Ég hef bara lent eitthvað vitlaust og fengið hnykk á bakið,“ sagði Halldór, sem heldur nú kyrru fyrir heima að læknisráði. Hann kvaðst þó hafa það gott, eftir atvikum. Ákvörðun leikhúsmanna um frestun kom honum ekki á óvart. „Það er ekki hægt að æfa þegar ég er ekki. Það þarf tíma til þess að jafna sig, og hann er bara svo naumur,“ sagði hann. Veturinn sem nú er að líða hefur ekki verið Halldóri mjög hliðhollur heilsufarslega séð. „Ég sleit hásin í nóvember og var í gifsi í tvo mánuði. Svo byrjaði ég að æfa og var búinn að ná mjög góðum bata í fætinum. Þá kemur þetta, allt í einu,“ sagði Halldór og dæsti. Hann var þó bjartsýnn á að ná bata. „Já, já, ég held að þetta eigi að jafna sig fljótlega,“ sagði leikarinn.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira