Flóahreppur hafnar Urriðafossvirkjun 15. júní 2007 06:00 Urriðafossvirkjun (125 MW) er stærst þriggja nýrra virkjana í neðri hluta Þjórsár. Hinar tvær eru Hvammsvirkjun (80 MW) og Holtavirkjun (50 MW). Sveitarstjórn Flóahrepps gerir ekki ráð fyrir Urriðafossvirkjun í drögum að aðalskipulagi. Virkjunin nær til þriggja sveitarfélaga; Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps, sem verða öll að samþykkja byggingu virkjunarinnar á aðalskipulagi sínu til að af framkvæmdum geti orðið. Landsvirkjun undrast niðurstöðuna og munu fulltrúar fyrirtækisins funda með sveitarstjórnarmönnum í dag. „Við vonumst til þess að ná samkomulagi um að hafa virkjunina inni á skipulaginu", segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Þorsteinn segir ákvörðun sveitarstjórnarinnar koma verulega á óvart. „Þó Urriðafossvirkjun sé ekki ein af stærstu virkjunum sem byggðar hafa verið á Íslandi skiptir þetta verulega miklu máli fyrir Landsvirkjun og þá uppbyggingu sem framundan er í orkumálum. Auðvitað er þetta mjög óheppilegt og við vonumst til þess að menn nái samkomulagi um það að hafa þetta inn á skipulaginu." Umhverfisumræða vegna virkjunarinnar hefur ekki síst snúið að þessum glæsilega fossi sem er sá vatnsmesti foss á Íslandi. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, segir að sveitarstjórnin hafi farið yfir rökin með og á móti virkjun að undanförnu. „Það er ljóst að það er mikill fórnarkostnaður að byggja þessa virkjun, þó að hægt sé að finna ýmsa kosti einnig. Okkar niðurstaða var einfaldlega sú að rökin gegn virkjun vegi þyngra en þau sem mæla með byggingu hennar." Í bókun sveitarstjórnar segir að meginástæða þess að sveitarstjórn telji ekki nægilegan ávinning af virkjuninni fyrir Flóahrepp og íbúa hans sé að nægjanlegar bætur fáist ekki fyrir áhrif virkjunar „á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunarinnar". Aðalskipulagsdrögin verða lögð fyrir íbúafund 25. júní og tillagan síðan auglýst. „Tillagan getur tekið breytingum í kjölfar fundarins," segir Aðalsteinn. Eftir að auglýsingin hefur verið birt tekur við lögformlegt kynningarferli aðalskipulagsins. Urriðafossvirkjun er stærst þeirra þriggja virkjana sem Landsvirkjun hefur ráðgert að byggja í neðri hluta Þjórsár. Henni er ætlað að framleiða 125 megavött, sem eru um tíu prósent af uppsettu afli Landsvirkjunar í dag. Til samanburðar mun Kárahnjúkavirkjun framleiða 700 megavött. Þorsteinn minnir á að tvö sveitarfélög af þrem geri ráð fyrir Urriðafossvirkjun í aðalskipulagi sínu. „Þegar ósamræmi er í aðalskipulagi sveitarfélaga á þennan hátt er það Skipulagsstofnun ríkisins sem skipar samráðsnefnd til að ná samhæfðri niðurstöðu." Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sveitarstjórn Flóahrepps gerir ekki ráð fyrir Urriðafossvirkjun í drögum að aðalskipulagi. Virkjunin nær til þriggja sveitarfélaga; Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps, sem verða öll að samþykkja byggingu virkjunarinnar á aðalskipulagi sínu til að af framkvæmdum geti orðið. Landsvirkjun undrast niðurstöðuna og munu fulltrúar fyrirtækisins funda með sveitarstjórnarmönnum í dag. „Við vonumst til þess að ná samkomulagi um að hafa virkjunina inni á skipulaginu", segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Þorsteinn segir ákvörðun sveitarstjórnarinnar koma verulega á óvart. „Þó Urriðafossvirkjun sé ekki ein af stærstu virkjunum sem byggðar hafa verið á Íslandi skiptir þetta verulega miklu máli fyrir Landsvirkjun og þá uppbyggingu sem framundan er í orkumálum. Auðvitað er þetta mjög óheppilegt og við vonumst til þess að menn nái samkomulagi um það að hafa þetta inn á skipulaginu." Umhverfisumræða vegna virkjunarinnar hefur ekki síst snúið að þessum glæsilega fossi sem er sá vatnsmesti foss á Íslandi. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, segir að sveitarstjórnin hafi farið yfir rökin með og á móti virkjun að undanförnu. „Það er ljóst að það er mikill fórnarkostnaður að byggja þessa virkjun, þó að hægt sé að finna ýmsa kosti einnig. Okkar niðurstaða var einfaldlega sú að rökin gegn virkjun vegi þyngra en þau sem mæla með byggingu hennar." Í bókun sveitarstjórnar segir að meginástæða þess að sveitarstjórn telji ekki nægilegan ávinning af virkjuninni fyrir Flóahrepp og íbúa hans sé að nægjanlegar bætur fáist ekki fyrir áhrif virkjunar „á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunarinnar". Aðalskipulagsdrögin verða lögð fyrir íbúafund 25. júní og tillagan síðan auglýst. „Tillagan getur tekið breytingum í kjölfar fundarins," segir Aðalsteinn. Eftir að auglýsingin hefur verið birt tekur við lögformlegt kynningarferli aðalskipulagsins. Urriðafossvirkjun er stærst þeirra þriggja virkjana sem Landsvirkjun hefur ráðgert að byggja í neðri hluta Þjórsár. Henni er ætlað að framleiða 125 megavött, sem eru um tíu prósent af uppsettu afli Landsvirkjunar í dag. Til samanburðar mun Kárahnjúkavirkjun framleiða 700 megavött. Þorsteinn minnir á að tvö sveitarfélög af þrem geri ráð fyrir Urriðafossvirkjun í aðalskipulagi sínu. „Þegar ósamræmi er í aðalskipulagi sveitarfélaga á þennan hátt er það Skipulagsstofnun ríkisins sem skipar samráðsnefnd til að ná samhæfðri niðurstöðu."
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira