Vilja framhald 11. febrúar 2007 15:30 Viðræður eru hafnar um að gera framhald gamanmyndarinnar vinsælu Borat. Viðræður eru hafnar á milli breska grínistans Sacha Baron Cohen og kvikmyndaframleiðandans 20th Century Fox um að gera framhald af gamanmyndinni vinsælu, Borat. „Við viljum ólmir vinna aftur með Sacha og höfum rætt lítillega við hann um framhald. Samningaviðræðurnar eru samt of skammt á veg komnar til að hægt sé að ræða frekar um þær,“ sagði talsmaður 20th Century Fox. Áður hafði Rupert Murdoch, yfirmaður News Corp sem á jafnframt 20th Century Fox, lýst því yfir að Sacha Baron væri þegar búinn að skrifa undir samning um að gera framhaldsmynd. Borat, sem fjallar um samnefndan sjónvarpsmann frá Kasakstan, sló í gegn síðasta sumar og náði inn rúmum sautján milljörðum krónum í miðasölu víðs vegar um heiminn. Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta handritið auk þess sem Sacha Baron vann Golden Globe verðlaunin fyrir frammistöðu sína sem Borat. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Viðræður eru hafnar á milli breska grínistans Sacha Baron Cohen og kvikmyndaframleiðandans 20th Century Fox um að gera framhald af gamanmyndinni vinsælu, Borat. „Við viljum ólmir vinna aftur með Sacha og höfum rætt lítillega við hann um framhald. Samningaviðræðurnar eru samt of skammt á veg komnar til að hægt sé að ræða frekar um þær,“ sagði talsmaður 20th Century Fox. Áður hafði Rupert Murdoch, yfirmaður News Corp sem á jafnframt 20th Century Fox, lýst því yfir að Sacha Baron væri þegar búinn að skrifa undir samning um að gera framhaldsmynd. Borat, sem fjallar um samnefndan sjónvarpsmann frá Kasakstan, sló í gegn síðasta sumar og náði inn rúmum sautján milljörðum krónum í miðasölu víðs vegar um heiminn. Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta handritið auk þess sem Sacha Baron vann Golden Globe verðlaunin fyrir frammistöðu sína sem Borat.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira