Brynhildur segir upp hjá Þjóðleikhúsinu 23. janúar 2007 09:15 Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt upp hjá Þjóðleikhúsinu og ætlar að snúa sér að öðrum verkefnum. Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Þjóðleikhúsinu eftir farsælan feril í átta ár. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er einhvern veginn andstætt eðli mínu að vera ríkisstarfsmaður,“ segir Brynhildur en tekur skýrt fram að engum hurðum hafi verið skellt þegar hún afhenti Þjóðleikhússtjóra uppsögnina. „Allt hefur sinn enda og það var komin tími breytinga hjá mér,“ útskýrir Brynhildur sem telur kröftum sína betur varið á öðruvísi hátt. „Að starfa innan Þjóðleikhússins var bara ekki lengur það sem ég vildi og frá með fyrsta mars verð ég lausráðinn leikari,“ segir Brynhildur. Brynhildur sagði uppsögnina þó ekki útiloka frekari verkefni í Þjóðleikhúsinu. „Ég er ekki að setjast í helgan stein en ég fór að kíkja á ferilsskrána og var ánægð með hana. Ég vildi einfaldlega fara að horfa í aðrar áttir,“ segir hún. Leikkonan klárar þau verkefni sem fyrir liggja hjá Þjóðleikhúsinu en hún undirbýr nú af krafti enska uppfærslu á Pétri Gaut sem frumsýnd verður í Barbican Center. „Þar sem ég var einmitt í skóla fyrir níu árum,“ segir Brynhildur og auðheyrt að hana hlakki mikið til að koma aftur á fornar slóðir. Þá leikur hún eitt aðalhlutverkanna í Sitji guðs englum sem sýnd er fyrir fullu húsi og tekur þátt í franskri leiksýningu sem sett verður upp í mars. Hvað önnur verkefni varðaði vildi Brynhildur ekkert tjá sig um en sagði þau skýrast á næstu misserum. „Fæst orð bera minnstu ábyrgð,“ sagði hún. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Þjóðleikhúsinu eftir farsælan feril í átta ár. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er einhvern veginn andstætt eðli mínu að vera ríkisstarfsmaður,“ segir Brynhildur en tekur skýrt fram að engum hurðum hafi verið skellt þegar hún afhenti Þjóðleikhússtjóra uppsögnina. „Allt hefur sinn enda og það var komin tími breytinga hjá mér,“ útskýrir Brynhildur sem telur kröftum sína betur varið á öðruvísi hátt. „Að starfa innan Þjóðleikhússins var bara ekki lengur það sem ég vildi og frá með fyrsta mars verð ég lausráðinn leikari,“ segir Brynhildur. Brynhildur sagði uppsögnina þó ekki útiloka frekari verkefni í Þjóðleikhúsinu. „Ég er ekki að setjast í helgan stein en ég fór að kíkja á ferilsskrána og var ánægð með hana. Ég vildi einfaldlega fara að horfa í aðrar áttir,“ segir hún. Leikkonan klárar þau verkefni sem fyrir liggja hjá Þjóðleikhúsinu en hún undirbýr nú af krafti enska uppfærslu á Pétri Gaut sem frumsýnd verður í Barbican Center. „Þar sem ég var einmitt í skóla fyrir níu árum,“ segir Brynhildur og auðheyrt að hana hlakki mikið til að koma aftur á fornar slóðir. Þá leikur hún eitt aðalhlutverkanna í Sitji guðs englum sem sýnd er fyrir fullu húsi og tekur þátt í franskri leiksýningu sem sett verður upp í mars. Hvað önnur verkefni varðaði vildi Brynhildur ekkert tjá sig um en sagði þau skýrast á næstu misserum. „Fæst orð bera minnstu ábyrgð,“ sagði hún.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira