Höfðingleg jólagjöf Baltasars 16. janúar 2007 05:00 Baltasar gaf tökuliði sínu, eftirvinnslufólki, leikurum og helstu aðstandendum Mýrarinnar hundrað þúsund krónur í jólagjöf. MYND/heiða „Þetta lítur vel út. En samt er enginn ofsagróði af Mýrinni eins og hjá bönkunum,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur aðspurður um hvort Mýrin reynist ekki sannkölluð gullnáma. Baltasar tók sig til og gaf öllum þeim sem störfuðu við Mýrina, tökuliði, eftirvinnsluliði, helstu aðstandendum og leikurum þeim sem ekki voru sérstaklega yfirborgaðir, hundrað þúsund krónur í jólagjöf. Um er að ræða rúmlega þrjátíu manns þannig að þessi rausnarlega gjöf hefur kostað Baltasar og fyrirtæki hans rúmar þrjár milljónir. „Þegar vel gengur þá er rétt að deila því með fólkinu sínu,“ segir Baltasar sem þó vill ekki tala mikið um þessa jólagjöf, eða bónusgreiðslu, né hreykjast af rausn sinni. En vissulega mættu fyrirtæki sem gengur vel taka sér þetta til fyrirmyndar. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að Mýrin hefði slegið aðsóknarmet síðan mælingar hófust en síðast þegar fréttist höfðu 84 þúsund manns séð myndina. Ætla má að tekjur af sýningum myndarinnar, brúttó tekjur, séu um níutíu milljónir. Að auki hlaut Mýrin 45 milljónir í styrk frá Kvikmyndasjóði þannig að myndin stendur undir sér og vel það. Og ekki er séð fyrir endann á tekjumöguleikum því Mýrin hefur verið seld til Þýskalands og Skandinavíu. Ekki er þó byrjað að sýna hana þar enn. „Við erum að búa okkur undir það. Þetta fer allt í gang nú fljótlega. Sýningar og frekari sala.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Þetta lítur vel út. En samt er enginn ofsagróði af Mýrinni eins og hjá bönkunum,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur aðspurður um hvort Mýrin reynist ekki sannkölluð gullnáma. Baltasar tók sig til og gaf öllum þeim sem störfuðu við Mýrina, tökuliði, eftirvinnsluliði, helstu aðstandendum og leikurum þeim sem ekki voru sérstaklega yfirborgaðir, hundrað þúsund krónur í jólagjöf. Um er að ræða rúmlega þrjátíu manns þannig að þessi rausnarlega gjöf hefur kostað Baltasar og fyrirtæki hans rúmar þrjár milljónir. „Þegar vel gengur þá er rétt að deila því með fólkinu sínu,“ segir Baltasar sem þó vill ekki tala mikið um þessa jólagjöf, eða bónusgreiðslu, né hreykjast af rausn sinni. En vissulega mættu fyrirtæki sem gengur vel taka sér þetta til fyrirmyndar. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að Mýrin hefði slegið aðsóknarmet síðan mælingar hófust en síðast þegar fréttist höfðu 84 þúsund manns séð myndina. Ætla má að tekjur af sýningum myndarinnar, brúttó tekjur, séu um níutíu milljónir. Að auki hlaut Mýrin 45 milljónir í styrk frá Kvikmyndasjóði þannig að myndin stendur undir sér og vel það. Og ekki er séð fyrir endann á tekjumöguleikum því Mýrin hefur verið seld til Þýskalands og Skandinavíu. Ekki er þó byrjað að sýna hana þar enn. „Við erum að búa okkur undir það. Þetta fer allt í gang nú fljótlega. Sýningar og frekari sala.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira