Hatturinn passar ennþá 3. janúar 2007 10:00 Fornleifafræðingurinn ævintýragjarni snýr aftur á næsta ári í fjórðu Indiana Jones-myndinni. MYND/Getty Fjórða myndin um fornleifafræðinginn ævintýragjarna, Indiana Jones, er væntanleg í kvikmyndahús í maí á næsta ári. Nítján ár eru liðin síðan Harrison Ford lék Indy síðast í þriðju myndinni í seríunni, The Last Crusade. Steven Spielberg mun leikstýra nýju myndinni og framleiðandi verður George Lucas. Stefnt er að því að hefja upptökur í júní víðs vegar um heiminn. „George, Harr-ison og ég erum allir mjög spenntir,“ sagði Spielberg. „Okkur finnst handritið vera biðarinnar virði. Við vonum að það eigi ekki eftir að valda aðdáendum Indiana Jones vonbrigðum.“ Þrátt fyrir að vera að undirbúa mynd um ævi Abraham Lincoln með Liam Neeson í aðalhlutverki ákvað Spielberg að einbeita sér fyrst að gerð Indiana Jones 4. Fyrsta myndin í seríunni, Raiders of the Lost Ark, kom út árið 1981. Þremur árum síðar kom framhaldsmyndin, Indiana Jones and the Temple of Doom, og árið 1989 kom síðan út The Last Crusade. Alls hlutu myndirnar fjórtán óskarstilnefningar, sjö óskara og tóku inn rúma 70 milljarða króna í miðasölunni úti um allan heim. Margir hafa beðið spenntir eftir fjórðu myndinni. Helst hafa menn óttast að Harrison Ford sé of gamall í hlutverkið, en hann er orðinn 64 ára. „Ég er hæstánægður með að vera kominn aftur í lið með mínum gömlu vinum,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni. „Ég veit ekki hvort buxurnar passa enn þá en ég veit að hatturinn gerir það. Mest lesið Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífið Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Lífið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Lífið Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Lífið Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Lífið Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Lífið Fleiri fréttir Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Fjórða myndin um fornleifafræðinginn ævintýragjarna, Indiana Jones, er væntanleg í kvikmyndahús í maí á næsta ári. Nítján ár eru liðin síðan Harrison Ford lék Indy síðast í þriðju myndinni í seríunni, The Last Crusade. Steven Spielberg mun leikstýra nýju myndinni og framleiðandi verður George Lucas. Stefnt er að því að hefja upptökur í júní víðs vegar um heiminn. „George, Harr-ison og ég erum allir mjög spenntir,“ sagði Spielberg. „Okkur finnst handritið vera biðarinnar virði. Við vonum að það eigi ekki eftir að valda aðdáendum Indiana Jones vonbrigðum.“ Þrátt fyrir að vera að undirbúa mynd um ævi Abraham Lincoln með Liam Neeson í aðalhlutverki ákvað Spielberg að einbeita sér fyrst að gerð Indiana Jones 4. Fyrsta myndin í seríunni, Raiders of the Lost Ark, kom út árið 1981. Þremur árum síðar kom framhaldsmyndin, Indiana Jones and the Temple of Doom, og árið 1989 kom síðan út The Last Crusade. Alls hlutu myndirnar fjórtán óskarstilnefningar, sjö óskara og tóku inn rúma 70 milljarða króna í miðasölunni úti um allan heim. Margir hafa beðið spenntir eftir fjórðu myndinni. Helst hafa menn óttast að Harrison Ford sé of gamall í hlutverkið, en hann er orðinn 64 ára. „Ég er hæstánægður með að vera kominn aftur í lið með mínum gömlu vinum,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni. „Ég veit ekki hvort buxurnar passa enn þá en ég veit að hatturinn gerir það.
Mest lesið Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífið Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Lífið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Lífið Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Lífið Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Lífið Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Lífið Fleiri fréttir Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein